Deiliskipulag - Eyrarflöt Siglufirði

Málsnúmer 1007090

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.07.2010

Fulltrúi X2 Ómar Ívarsson kemur á fund nefndarinar til að kynna tillögur





Ómar Ívarsson kynnti tillögur að deiliskipulagi á Eyrarflöt á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 19.08.2010

Samhliða auglýsingu að tillögu að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 deiliskipulag við Eyrarflöt, Siglufirði.  Skipulagshugmyndin gengur út á að fullbyggja það svæði sem aðalskipulag gerir ráð fyrir að sé íbúðasvæði við Eyrarflöt.

Engar athugasemdir bárust.

Samþykkir nefndin deiliskipulagið með þeim viðauka að möguleiki verði á að fjölga megi bílastæðum á grasflöt/leiksvæði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 188. fundur - 26.10.2010

Skipulagsstofnun hefur farið yfir innsend gögn og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, þegar stofnuninni hefur borist lagfærður uppdráttur og greinargerð til varðveislu með uppfærðum dagsetningum.