Snjóflóð úr Illviðrishnjúki 4.apríl 2010

Málsnúmer 1005098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 02.06.2010

Lagt er fram minnisblað frá Veðurstofu Íslands þar sem teknar eru saman niðurstöður tveggja vettvangsferða sem farnar voru á skíðasvæðið í Skarðsdal til að skoða ummerki eftir stórt snjóflóð sem féll úr Illviðrishnjúki inn á skíðasvæðið.

Nefndin telur nauðsynlegt að snjóflóðaeftirlitsmaður sveitarfélagsins sjá einnig um eftirlit á skíðasvæðinu.