Myndun þjónustusvæðis á Norðurlandi vestra vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011

Málsnúmer 1003096

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 164. fundur - 25.03.2010

Þann 1. janúar 2011 er áætlað að málefni fatlaðra færist frá ríki til sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi þar um. Undirbúningur yfirfærslunnar hefur staðið um nokkurt skeið að hálfu ríkis og sveitarfélaga á vettvangi sérstakrar verkefnisstjórnar sem um málið fjallar. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að mynduð verði sérstök þjónustusvæði milli þeirra sveitarfélaga sem ekki telja átta þúsund íbúa og skuli þjónustusvæðið samanlagt ekki telja færri íbúa en átta þúsund.
Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 9. mars sl. og leggur til að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðurlandi vestra með dreifðri þjónustu. Fer stjórnin þess á leit við sveitarfélögin sem standa að byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra að þau staðfesti þátttöku í myndun þjónustusvæðis sem helgast af sveitarfélagsmörkum Bæjarhrepps, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og Fjallabyggðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún staðfesti þátttöku sveitarfélagsins í myndun þjónustusvæðis samkvæmt ofanskráðu.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir að félagsmálanefnd veiti bæjarstjórn umsögn um málið.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 31.03.2010

Samþykkt

Þann 1. janúar 2011 er áætlað að málefni fatlaðra færist frá ríki til sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi þar um. Undirbúningur yfirfærslunnar hefur staðið um nokkurt skeið að hálfu ríkis og sveitarfélaga á vettvangi sérstakrar verkefnisstjórnar sem um málið fjallar. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að mynduð verði sérstök þjónustusvæði milli þeirra sveitarfélaga sem ekki telja átta þúsund íbúa og skuli þjónustusvæðið samanlagt ekki telja færri íbúa en átta þúsund.
Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 9. mars sl. og leggur til að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðurlandi vestra með dreifðri þjónustu. Fer stjórnin þess á leit við sveitarfélögin sem standa að byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra að þau staðfesti þátttöku í myndun þjónustusvæðis sem helgast af sveitarfélagsmörkum Bæjarhrepps, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og Fjallabyggðar.
Félagsmálanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki ályktun stjórnar SSNV, um myndun þjónustusæðis á grunni þeirrar leiðar sem kölluð er ,,byggðasamlag með dreifðri þjónustu.