Deiliskipulag við Túngötu, Siglufirði

Málsnúmer 1002121

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 24.02.2010

Á fundi nefndarinnar þann 28. janúar sl. var samþykkt að tillaga að nýju deiliskipulagi við Túngötu færi í auglýsingu.  Svæðið sem um ræðir var áður knattspyrnuvöllur Siglufjarðar.  Auk þess eru lóðir 26 - 30 við Eyrargötu innan skipulagssvæðisins.  Svæðið afmarkast af Túngötu, Þormóðsgötu, Hvanneyrarbraut og Eyrargötu.  Aðkoma að svæðinu er frá Túngötu og Eyrargötu.  Stærð deiliskipulagsvæðisins er 10.865 m2 að flatamáli.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi, Túngata 15 - 23 og Eyrargata 26 - 30, sem er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 11.02. 2010 verði send Skipulagsstofnun og óskað eftir heimild til auglýsingar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 m.s.br.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.07.2010

Fulltrúi X2 Ómar Ívarsson kemur á fund nefndarinar til að kynna tillögur

Ómar kynnti tillögur að deiliskipulagi við Túngötu á Siglufirði, gamla fótboltavellinum.
Umræður urðu um tillögurnar og skiptar skoðanir um hana.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 19.08.2010

Samhliða auglýsingu að tillögu að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 deiliskipulag við Túngötu, Siglufirði.  Skipulagshugmyndin gengur út á að þétta byggð með því að koma fyrir tveimur raðhúsum og þremur parhúsum og einu einbýlishúsi miðsvæðis á Siglufirði.

Frestur til að senda inn athugasemdir var miðvikudagurinn 4. ágúst 2010.

Lagðar voru fram þær athugasemdir sem bárust, þar sem komu fram kröftug andmæli gegn tillögunni.

Nefndin hafnar auglýstri tillögu að deiliskipulagi við Túngötu, þar sem skipulagið fellur ekki að núverandi byggingum og umhverfi.  Leggur nefndin til að samkeppni verði haldin um skipulagningu svæðisins.