Alice Liu lærði málun og teikningu á sínum unglingsárum. Hún menntaði sig svo frekar í grafískum listum með áherslu á ljósmyndun og hreyfimyndagerð. Hún lauk diplómanámi í hreyfimyndagerð (computer animation) frá Hong Kong Art Centre árið 1999 og lauk svo BA-gráðu í skapandi miðlun frá Hong Kong City University árið 2004. Á árunum 2005 - 2009 var hún framkvæmdastjóri fyrir Shanghai Steet Artspace sem er samfélag gallerýja í Hong Kong.
Árið 2009 giftist hún Sigurði Svavarssyni frá Ólafsfirði og flutti til Íslands árið 2010 og bjó eitt ár á Vestfjörðum áður en hún flutti til Ólafsfjarðar þar sem hún ásamt Sigurði sett á fót Listhúsið.
Alice hefur frá upphafi verið dugleg að miðla list sinni í Fjallabyggð með hreyfimyndum og ljósmyndum. Eitt af verkum hennar fjallaði um glugga þar sem hún sem aðfluttur listamaður horfir utanfrá á glugga heimila. Verkefnið sem unnið var á árinum 2011 - 2013 fjallaði um einmannaleika hennar í ókunnugu landi og hvernig hún þorði bara að skilja fólk í gegnum gluggana. Á árinu 2014 byrjaði hún á nýju verkefni þar sem hún myndar daglega skýjamyndir á himni. Auk þess að starfa sem listamaður rekur Alice sjálseignarstofnunina Listhús ses þar sem markmiðið er að vinna að framgangi listar í Fjallabyggð.
Alice trúir á list sem ómissandi þátta í daglegu lífi að öðrum kosti verði lífið bara leiðinlegt.