Bæjarlistamaður 2010 - Bergþór Morthens

Bæjarlistamaður 2010 - Bergþór Morthens myndlistarmaður

Bergþór Morthens og Þórarinn Hannesson

Bergþór Morthens er menntaður myndlistarmaður með diplóma frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2004. Hann hefur notað undanfarin ár eftir útskrift til að byggja upp myndlistarstefnu sína og hefur verið duglegur við að sýna, bæði í einka- og samsýningum.

Bergþór hefur lagt ýmislegt að mörkum til þess að efla menningarlíf í Fjallabyggð t.d. með sýningarhaldi, bæði einka- og samsýningum. Hann stóð m.a. fyrir sýningunni Lífsmörk - Útmörk verslunarmannahelgina 2009 en þar komu ungi og spennandi listamenn útskrifaðir bæði frá Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri.

Bergþór hefur einnig staðið fyrir myndlistanámskeiðum á vinnustofu sinni. Vinnustofan er reglulega opin og tekur Bergþór oft á móti hópum fólks, jafnt stórum sem smáum.