Ráðstefna Norrænnar nærandi ferðaþjónustu, haldin á Siglufirði 12.-13. mars 2025

Íslenski ferðaklasinn, gegnum verkefnið Nordic Regenerative Tourism (sjá www.norreg.is), stendur fyrir ráðstefnu á Siglufirði og Hólum um nærandi ferðaþjónustu á Norðurlöndum, þar sem þátt taka fyrirlesarar víða að. 
Á ráðstefnunni verður kafað ofan í tengingu nærandi ferðaþjónustu við aðrar atvinnugreinar, s.s. landbúnað og arkítektúr/hönnun og síðan verða skoðaðir mismunandi geirar ferðaþjónustunnar út frá sjórnarhorni nærandi ferðaþjónustu.

Meginmarkmið verkefnisins er að að innleiða aðferðafræði nærandi ferðaþjónustu hjá litlum og örsmáum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, auk þess að þróa stuðningsleiðir fyrir þau og áfangastaðastofur (DMO) í þeirri vinnu. Jafnframt hafa sérstök verkfæri og matsaðferðir verið þróuð til að auðvelda fyrirtækjum að vinna með þessi nýju hugtök. Þá hefur verkefnið einnig lagt grunn að aðferðum fyrir stefnumótun opinberra aðila, bæði á sviðið svæðisbundinnar þróunar og heildstæðrar stefnumótunar stjórnvalda, einsog vinna við aðgerðaráætlun um framtíðarsýn ferðaþjónustu til 2030 ber vitni um.

Í mars 2025 verður lokaráðstefna verkefnisins NorReg haldin á Siglufirði og á Hólum.
Áhersla verður lögð á að ráðstefnan einkennist af fjörlegum umræðum og skoðanaskiptum. Því er ánægjulegt að hafa fengið Háskólann á Hólum til liðs við skipulagningu og framkvæmd, enda hefur Dr. Jessica Aquino, dósent við háskólann, leitt þátttöku fræðasamfélagsins innan verkefnisins. Í því ljósi er fyrirhugað að annar ráðstefnudaganna fari fram á Siglufirði og hinn á Hólum, þannig fá ráðstefnugestir einstakt tækifæri til að upplifa Norðurland í vetrarbúningi.

Dagskráin mun veita innsýn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og tengsl hennar og uppruna í öðrum atvinnugreinum, s.s. í landbúnaði og hönnun. Kynnt verða dæmi um starfsemi sem samræmast markmiðum nærandi ferðaþjónustu, ásamt því að fjallað verður um leiðir til að tryggja framtíðarsýn þessarar nálgunar í þróun ferðaþjónustunnar.
Vefsíða ráðstefnunnar veitir nánari upplýsingar:

Skoða ráðstefnusíðu hér.

Sérstakur skráningalinkur fyrir aðildafélaga og góðvini Ferðaklasans er að finna hér.
Hægt er að skrá sig með dagpassa eða tveggja daga passa án kvöldverðar, móttöku og rútuferðar.

Hefðbundin ráðstefnupassi fyrir tvo daga innifelur:
- Móttöku þann 11.3 á Segli 67 Brewery
- Rútu frá Akureyri til Siglufjarðar þann 11.3 kl 19:30
- Kaffi og hádegismat báða ráðstefnudagana
- Móttöku í Bátahúsinu þann 12.3 kl 19:00 auk aðgöngumiða á Síldarminjasafnið
- Hátíðarkvöldverð þann 12.3 kl 20:00
- Rútuferð til og frá Hólum og á Akureyrarflugvöll kl 19:00 þann 13.3

Lykilfyrirlesarar eru öll vel þekktir sérfræðingar á sínu sviði en meðal þeirra helstu eru:

Debbie Clarke frá Nýja Sjálandi
Stýrir The Center for GOOD Travel, margverðlaunuðu fyrirtæki sem vinnur að því að umbreyta ferðaþjónustunni til góðs fyrir alla. Hún er ástríðufullur talsmaður þess að mannleg og náttúruleg velferð verði kjarni ferðaþjónustunnar.
Bill Reed frá Bandaríkjunum
Leiðir Regenesis Group og The Place Fund, þar sem markmiðið er að allar mannlegar athafnir eigi sér stað í sátt við þau lifandi kerfi sem mannfólkið er hluti af. Hann tók þátt í að þróa LEED Green Building Rating System og hefur verið stjórnarmaður í US Green Building Council frá stofnun þess.
Daniel Bärstchi frá Sviss
Ólst upp á einum fyrsta lífræna búgarði Sviss og hefur sá bakgrunnur mótað störf hans sem landbúnaðarráðgjafi og verkefnastjóri ýmissa verkefna innan landbúnaðarins. Hann leiðir núna Bern miðstöðina innan Wyss akademíunnar við háskólann í Bern þar sem sjálfbærar lausnir í landnýtingu eru þróaðar.
Milena Nikolova og Gergana Nikolova frá Búlgaríu
Þær hafa unnið með Ferðaklasanum síðustu árin en Milena er sérfræðingur á sviði atferlishagfræði innan ferðaþjónustu og er með alþjóðlegt tengslanet og reynslu á fjórum heimsálfum. Hún hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast sjálfbærri þróun ferðaþjónustu, viðskipta- og markaðsþróun, stefnumótun og skipulagi, menntun og fræðslu, auk frumkvöðlastarfs og nýsköpunar.
Hún hefur lengi verið í samstarfi við NorReg og hefur hannað, í gegnum fyrirtæki sitt BehaviourSmart, verkfæri sem sérstaklega miða að því að styðja smærri fyrirtæki í ferðaþjónustu í átt að nærandi starfsháttum.

 

Ráðstefnan um norræna nærandi ferðaþjónustu veitir þátttakendum tækifæri til að deila reynslu og þekkingu og taka þátt í fjörugum skoðanaskiptum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að tileinka sér nærandi starfshætti í verkefnum sínum innan ferðaþjónustunnar til að sækja ráðstefnuna á Siglufirði í mars.

Skipuleggjendur leggja áherslu á fjörlegar umræður og skoðanaskipti og eru þakklátir fyrir samstarf við Háskólann á Hólum. Dr. Jessica Aquino, dósent við skólann, hefur leitt þátttöku fræðasamfélagsins í verkefninu.

Skipulag ráðstefnunnar:

  • Fyrri dagurinn fer fram á Siglufirði.
  • Seinni dagurinn fer fram á Hólum, þar sem ráðstefnugestir geta upplifað Norðurland í vetrarbúningi.

Dagskrá ráðstefnunnar:

  • Innsýn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og tengsl hennar við aðrar atvinnugreinar, s.s. landbúnað og hönnun.
  • Dæmi um starfsemi sem fellur að markmiðum nærandi ferðaþjónustu.
  • Ræða hvernig megi tryggja framtíðarsýn greinarinnar í mótun atvinnugreinarinnar.