30.04.2024
Með hækkandi sól fer götusóparinn af stað. Fimmtudaginn 2. maí hefjumst við handa við árlega hreinsun gatna. Ááætlað er að þetta standi yfir í nokkra daga.
Við biðjum bæjarbúa um að fylgjast vel með og færa til ökutæki ef kostur er á ti að auðvelda hreinsun gatna.
Lesa meira
30.04.2024
Kosning um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði fer nú fram á netinu með rafrænum skilríkjum undir slóðinni kirkjugardur.betraisland.is. Valið stendur á milli afmarkaðs svæðis við Brimnes og við Garðsveg. Aðeins íbúar 18 ára og eldri með lögheimili í Ólafsfirði geta tekið þátt í staðarvalinu og bent er á að niðurstaðan er ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi fyrir ákvarðanatöku bæjarstjórnar.
Lesa meira
29.04.2024
Lækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins.
Við gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði var því m.a. beint til sveitarfélaga að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Miðað er við að hækkanir þessa árs verði ekki umfram 3,5%. Þá verði gjaldskrárhækkunum stillt í hóf eins og nokkur kostur er á samningstímanum.
Lesa meira
29.04.2024
Laugardaginn 4. maí næstkomandi ætlar Karlakór Fjallabyggðar að blása til söngskemmtunar og hefur fengið til liðs við sig ballhljómsveitina Ástarpungana.
Lesa meira
28.04.2024
Haldinn verður fundur í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 30. apríl kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Tjarnarborg.
Lesa meira
22.04.2024
Opnunartími Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sumardaginn fyrsta á Siglufirði og Ólafsfirði verður frá kl. 10:00-14:00
Lesa meira
16.04.2024
Á morgun, miðvikudaginn 17. apríl, verður haldin æfing viðbragðsaðila á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Þar verður líkt eftir því að snjóflóð hafi fallið á hóp skíðamanna og þeir grafist undir því. Æfð verða viðbrögð við leit og björgun þeirra sem hvaða aðhlynningu þolendur þurfa að fá í kjölfarið.
Lesa meira
16.04.2024
Í tengslum við stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Fjallabyggðar bjóðum við til íbúafundar til að fá fram sjónarmið sem flestra varðandi hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Fjallabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Ráðhússalnum 23. apríl kl. 17:00 til 18:00
Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
15.04.2024
Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl nk.
Lesa meira
10.04.2024
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir vorfundi með ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar-, og þjónustuaðilum í Fjallabyggð Í Tjarnarborg miðvikudaginn 17. apríl nk. frá kl. 17:00 – 18:30.
Lesa meira