Fréttir

Ökumenn gætum ítrustu varúðar og sýnum gangandi og hjólandi tillitsemi

Nú er skólastarf komið á fullt þetta haustið og hið árlega verkefni Göngum í skólann hófst í gær. Að því tilefni eru ökumenn hvattir til að gæta ítrustu varúðar og sýna gangandi og hjólandi vegfarendum tillitsemi í umferðinni.
Lesa meira

Göngum í skólann hefst í dag 4. september

Nú er skólastarf hafið á ný eftir sumarleyfí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) verður sett, í þrettánda sinn, í dag miðvikudaginn 4. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira