Fréttir

Áramótabrennur í Fjallabyggð

Tvær brennur verða í Fjallabyggð nú um áramótin, á Siglufirði og í Ólafsfirði. Kveikt verður í áramótabrennunni í Ólafsfirði kl. 20:00 og verður brennan við Ósbrekkusand. Hálftíma síðar eða kl. 20:30 verður svo kveikt í brennunni á Siglufirði, nánar tiltekið sunnan við Rarik. Að vanda er það Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) sem hefur umsjón með áramótabrennunum. Á báðum stöðum verða flugeldasýningar en þær annast Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði og Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði.
Lesa meira

Opnunartímar stofnana yfir jól og áramót í Fjallabyggð

Opnunartímar stofnana yfir jól og áramót í Fjallabyggð
Lesa meira

Elsa Guðrún íþróttamaður ársins í Fjallabyggð þriðja árið í röð

Val á íþróttamanni ársins í Fjallabyggð fór fram í kvöld föstudaginn 28. desember og var það skíðagöngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar sem var valin íþróttamaður ársins í Fjallabyggð. Er það þriðja árið í röð sem hún hlýtur þann titil.
Lesa meira

Val á íþróttamanni ársins 2018 í Fjallabyggð

Val á íþróttamanns ársins 2018 í Fjallabyggð fer fram í kvöld föstudaginn 28. desember kl. 20:00 í Tjarnarborg.
Lesa meira

Menningar- og frístundastyrkir 2019 - Fréttatilkynning

Fjallabyggð sendi út í vikunni fyrir jól svarbréf til umsækjenda um menningar- eða frístundastyrki árið 2019.
Lesa meira

Skólaakstur í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast frá og með 20. desember til 2. janúar 2019.
Lesa meira

Opnunartími stofnana Fjallabyggðar yfir jól og áramót

Opnunartími stofnana Fjallabyggðar yfir jól og áramót
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 – Frístundabyggð á Kleifum í Ólafsfirði:
Lesa meira

Flutningur ríkisstofnana til Fjallabyggðar - Bréf til Ríkisstjórnar Íslands

Bréf til Ríkisstjórnar Íslands - Flutningur Ríkisstofnana til Fjallabyggðar Lögð fram drög að bréfi til Ríkisstjórnar Íslands fyrir hönd bæjarráðs þar sem þess er óskað að Rískisstjórn Íslands kanni möguleika á því að flytja ríkisstofnanir til Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið til odddvita ríkisstjórnarflokkana.
Lesa meira

Ný löggjöf á sviði ferðamála tekur gildi 1. janúar 2019

Ferðamálstofa minnir á að um áramót tekur gildi ný löggjöf á sviði ferðamála. Þann 1. janúar nk. taka gildi nýlög um Ferðamálastofu nr. 96/2018 og lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018.
Lesa meira