07.02.2008
Íþróttamiðstöðin á Siglufirði verður opnuð sunnudaginn 10. febrúar og verður opin framvegis á sunnudögum milli kl. 13:00 og 17:00. Að þessu tilefni verður frítt í sund næsta sunnudag í sundlauginni á Siglufirði.
Lesa meira
06.02.2008
Dósamóttakan í Ólafsfirði hefur ekki verið opin síðan um áramót. Mun dósamóttakan opna aftur fimmtudaginn 7. febrúar og verður hún í andyri á Námuvegi 2, í húsnæði Sigurjóns Magnússonar ehf (áður MT-bílar). Nú verður bara opið einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 17:00-18:30. Það er Skíðafélag Ólafsfjarðar sem sér um dósamóttökuna.
Lesa meira
05.02.2008
Byrjað er að undirbúa dansleik á Ketilási, sem halda á laugardaginn 26. júlí. Ætlunin er að dansleikurinn verði fyrir 45 ára og eldri og sérstaklega fyrir þá Ólafsfirðinga, Siglfirðinga, Fljótamenn og aðra af hippakynslóðinni sem skemmtu sér á Ásnum á árunum frá 1968. Í dag verður opnaður vefur á moggablogginu http://www.ketilas08.blog.is/ þar sem nánari fréttir verður að finna og þar geta gestir tjáð sig um málið.
Lesa meira
05.02.2008
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Lesa meira
05.02.2008
Kötturinn verður sleginn úr tunninni á öskudag kl. 13:00 í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði
Lesa meira
02.02.2008
Af gefnu tilefni bendum við fólki á að upplýsingasími skíðasvæðis á Siglufirði er 878-3399, þar eru lesin inn skilaboð á hverjum degi.
Lesa meira
01.02.2008
Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti,
Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli, standa fyrir „degi leikskólans“ þann 6. febrúar, en þann dag
árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Lesa meira