30.09.2004
Fyrir bæjarráði Siglufjarðar liggja nú tillögur að hugmyndasamkeppni um atvinnutækifæri og fjölgun starfa í bænum. Bæjarstjóra hefur verið falið að útfæra tillögurnar nánar og er gert ráð fyrir því að innan skamms verði hugmyndasamkeppnin auglýst.
Lesa meira
30.09.2004
Áætlunarflug Íslandsflugs á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks leggst niður á morgun, 1. október. Íslandsflug hefur selt rekstur innanlandsflugsins til Flugtaxa ehf. en helstu hluthafar þess eru Flugtak ehf. og Hydra ehf. auk Íslandsflugs. Óljóst er á þessari stundu hvert framhaldið verður og hvort áætlunarflug verði tekið upp að nýju á þessari leið en sveitarfélögin á svæðinu eru að leita allra leiða til þess að svo geti orðið og hafa leitað til Samgönguráðuneytis vegna þessa.Bæjarráð Siglufjarðar gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum í dag, 30. september:"Bæjarráð Siglufjarðar harmar þá stöðu sem blasir við varðandi flugsamgöngur við Sauðárkrók og tengingu við Siglufjörð þrátt fyrir mikla vinnu byggðaráðs Skagafjarðar og bæjarráðs Siglufjarðar við Samgönguráðuneytið um að leita allra ráða til að koma í veg fyrir þá stöðu. Áætlunarflug í gegnum Sauðárkrók með ferðum til Siglufjarðar hefur hentað Siglfirðingum vel og ljóst er að ekki verður við það unað að samgöngur við Siglufjörð verði lagðar niður til lengri tíma. Verði niðurstaðan sú að ekki verði tekið upp flug til Sauðárkróks á ný mun bæjarráð Siglufjarðar fara fram á að fram fari útboð á beinu áætlunarflugi til Siglufjarðar"
Lesa meira
28.09.2004
Á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar þann 23. september sl. var aðalskipulag Siglufjarðar 2003-2023 samþykkt. Jafnframt var samþykkt svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018 og deiliskipulag fyrir Hverfisgötu – Háveg.
Lesa meira