Fréttir

Unglingameistaramótið sett í gærkvöldi.

Unglingameistaramót Íslands 2004 var sett í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi. Alls mættu ríflega 250 manns á setningarathöfnina sem tókst í alla staði vel. Haukur Ómarsson mótstjóri setti mótið, því næst flutti Páll Grétarson ávarp fyrir hönd Skíðasambands Íslands. Guðný Pálsdóttir flutti kveðjur frá Bæjarstjórn Siglufjarðar. Eva Sigurðardóttir lék á píanó og að því loknu lék hljómsveitin Tóti og páskaungarnir þrjú lög. Lokaorðið átti svo Sigurður Ægisson sóknarprestur. Í dag, föstudag hefst keppni í svigi 15-16 ára kl: 10:15 og að því loknu verður keppt í stórsvigi 13-14 ára. Keppni í göngu hefst svo kl: 13:00. Siglfirðingar eru hvattir til að koma í Skarðið og fylgjast með spennandi keppni.
Lesa meira

Skíðamót Íslands á Siglufirði

Keppni á Skíðamóti Íslands, og FIS mótröð SKÍ er hafin í Skarðsdal á Siglufirði. Aðstæður eru eins og best verður á kosið, nægur snjór, frábært skíðafæri og veðrið leikur við keppendur og aðra skíðagesti. Í dag, 1. apríl, verður keppt í svigi karla og kvenna. Fyrri ferð karla hefst kl. 9.00 og fyrri ferð kvenna hefst kl. 10.00. Gera má ráð fyrir að svigkeppninni verði lokið kl. 14.00 í dag. Á morgun, fimmtudaginn 2. apríl er aftur keppt í svigi karla og kvenna. Mótinu lýkur á laugardaginn með stórsvigi karla og kvenna. Frá Skíðafélagi Siglufjarðar eru tveir þátttakendur; þær Salóme Rut Kjartansdóttir og Sjöfn Ylfa Egilsdóttir. Skíðafólk er hvatt til að mæta í fjallið og hvetja skíðakappana til dáða.
Lesa meira