Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

129. fundur 21. ágúst 2023 kl. 16:30 - 18:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Viktor Freyr Elísson formaður boðaði forföll og varamaður hans einnig. Jakob Örn Kárason varaformaður stýrði fundi.
Katrín Freysdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Skólastarf Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Skólastjóri fer yfir starfið í byrjun nýs skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar. 107 nemendur eru nú skráðir í leikskólann og munu tólf nemendur bætast við í vetur. Samtals verða 119 nemendur í skólanum undir lok vetrar. Nú er 41 nemandi á Leikhólum og 66 nemendur á Leikskálum.
Búið er að ráða í allar stöður leikskólans.
Fjallabyggð styður starfsmenn Leikskóla Fjallabyggðar til náms í leikskólafræðum og eru fjórir starfsmenn í slíku námi.

2.Kynningar á breytingum á aðalnámskrá leikskóla

Málsnúmer 2308016Vakta málsnúmer

Gerðar hafa verið breytingar á köflum 7-10 í Aðalnámskrá leikskóla sem áætlað er að verði að fullu innleiddar 1. ágúst 2024. Fyrirhugaðir eru kynningarfundir um breytingarnar á haustdögum.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306017Vakta málsnúmer

Skólastjóri fer yfir starfið í byrjun nýs skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara, Svala Júlía Bjarnadóttir og Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúar foreldra. Undirbúningur skólastarfs gengur vel. Nemendur eru nú skráðir 222. Útlit er fyrir að það takist að manna allar stöður. Skólasetning verður 23. ágúst nk.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 24. ágúst.

4.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Ekkert tilboð barst í viðbyggingu við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði þegar útboð var auglýst fyrr í sumar. Búið er að auglýsa útboð að nýju og hefur verktími verið lengdur. Skilatími verks er 1. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara, Svala Júlía Bjarnadóttir og Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúar foreldra. Lagt fram til kynningar.

5.Opnunartími íþróttamiðstöðva veturinn 2023-2024

Málsnúmer 2306016Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi fræðslu- og frístundanefndar, 19.6.2023 lagði forstöðumaður íþróttamiðstöðva fram tillögu að opnunartíma íþróttamiðstöðva vetur 2023-2024 sem vísað var til afgreiðslu næsta fundar.
Samþykkt
Lagðar fram upplýsingar frá forstöðumanni íþróttamiðstöðva um aðsóknartölur í sundlaugar Fjallabyggðar í apríl og maí 2023. Fyrir liggur tillaga forstöðumanns að opnunartíma sundlauga fyrir veturinn 2023-2024. Tillagan gerir ráð fyrir jafnri opnun í báðum sundlaugum, alla virka dag til kl. 19:45, stytting opnunartíma sundlaugar á Siglufirði hefur ekki áhrif á nýtingu íþróttahúss.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns til reynslu í þrjá mánuði og óskar eftir að haldið verði utan um aðsóknartölur þennan tíma.

Fundi slitið - kl. 18:40.