Málsnúmer 1401004FVakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 10. janúar 2014
Nefndarmenn ræddu þá tillögu sem vísað var til fræðslu- og frístundanefndar úr bæjarráði þann 17.12.2013, að færa 5 ára börn af leikskólum í neðra skólahús, til að bregðast við biðlistanum í leikskóla Fjallabyggðar Siglufjarðarmegin.
Ekki liggur fyrir fullmótað skipulag frá leikskólastjóra með þessa tilfærslu, en nefndin setur sig ekki upp á móti þessari tillögu, en leggur mikla áherslu á að fundað verði með foreldrum 5 ára barna og kynntar verði fullmótaðar tillögur, og hvernig staðið verði að þessari tilfærslu.
Einnig óskar nefndin að þegar tillagan liggur fyrir að hún verði lögð fyrir nefndina.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Þorbjörn Sigurðsson og Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 6. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Ingvar i Erlingssyni og Sigurði Hlöðvessyni sem boðuðu forföll. Í þeirra stað mættu Ádsís Pálmadóttir og Guðrún Unnsteinsdóttir.
Áður en formleg dagskrá hófst minntist 1. varaforseti bæjarstjórnar, Þorsteins Jóhannessonar, sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 16. desember síðastliðinn.
Á árunum 1970-1977 starfaði Þorsteinn sem bæjarverkfræðingur og byggingarfulltrúi hjá Siglufjarðarkaupstað. Þorsteinn gengdi trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið og var fulltrúi Fjallabyggðar í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar á yfirstandandi kjörtímabili.
Fundarmenn vottuðu Þorsteini Jóhannessyni virðingu sína með því að rísa úr sætum.