Bæjarstjórn Fjallabyggðar

96. fundur 15. janúar 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Ásdís Pálmadóttir varabæjarfulltrúi
  • Guðrún Unnsteinsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
1. varaforseti Þorbjörn Sigurðsson setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Ingvar i Erlingssyni og Sigurði Hlöðvessyni sem boðuðu forföll. Í þeirra stað mættu Ádsís Pálmadóttir og Guðrún Unnsteinsdóttir.

Áður en formleg dagskrá hófst minntist 1. varaforseti bæjarstjórnar, Þorsteins Jóhannessonar, sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 16. desember síðastliðinn.
Á árunum 1970-1977 starfaði Þorsteinn sem bæjarverkfræðingur og byggingarfulltrúi hjá Siglufjarðarkaupstað. Þorsteinn gengdi trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið og var fulltrúi Fjallabyggðar í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar á yfirstandandi kjörtímabili.

Fundarmenn vottuðu Þorsteini Jóhannessyni virðingu sína með því að rísa úr sætum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013

Málsnúmer 1312006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lagt fram bréf frá formanni stýrihóps um gerð Héðinsfjarðarganga. Eftir yfirferð á samskiptum við bæjarfélagið er lagt til að bæjarfélagið taki við  frágangi á svæðinu. 
    Náðst hefur samkomulag um fjárupphæð til að ljúka frágangi við Kleifartipp. Drög að samkomulagi lagt fram til kynningar. 
    Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu er varðar uppgjör og frágang á Kleifartipp og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lagt fram bréf frá Ásgeiri Ásgeirssyni og Sæunni Axelsdóttur frá 6.12.2013, en í bréfinu koma fram ábendingar og kvartanir um opnunartíma sundlauga á Siglufirði og Ólafsfirði.
    Lagt fram bréf frá Axel Pétri Ásgeirssyni frá 9.12.2013 er varðar málefni sundlauga í Fjallabyggð.
    Bæjarráð vísar þessum erindum til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Róbert Guðfinnsson ritar bæjarráði bréf dags. 9.12.2013. Í bréfinu er minnt á samkomulag milli Rauðku ehf og Fjallabyggðar frá 28. apríl 2012. Búið er að leysa þrjú af þeim fimm verkefnum sem samkomulagið nær til. Þau verkefni sem nú koma til skoðunar eru Miðbær Siglufjarðar og uppfylling við innrihöfn þ.e. tanginn.
    Bréfritari óskar eftir formlegum viðræðum sem fyrst um þessa verkþætti.
     
    Bæjarráð telur rétt að boða til samráðsfundar í janúar. Bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar er falið að boða til fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lagðar fram hugmyndir um lausnir á biðlista á leikskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.
    Bæjarráð samþykkir fjárveitingu sem nemur kr. 2.0 m.kr. Bæjarráð vísar málinu til fræðslu- og frístundanefndar og leggur áherslu á að foreldrráð verði með í ráðum. Rétt er að kynna fullmótaðar tillögur fyrir foreldrum barna á Leikskálum.Viðauki er samþykktur samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Fundargerð frá 12. desember sl. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar um ráðningu í starf bæjarverkstjóra Fjallabyggðar.
    Lagt er til að Birgir Ingimarsson verði ráðinn í starfið og getur hann hafið störf um 20. janúar n.k.
    Bæjarráð samþykkir fram komna tillögu samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir segir starfi sínu lausu sem forstöðumaður á Bóka- og hérðasskjalasafni Fjallabyggðar. Óskar hún eftir lausn frá starfi frá og með 1. febrúar n.k.
    Bæjarstjóra er falið að auglýsa starfið laust til umsóknar. Starfslok verða gerð í samræmi við reglur bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lagðar fram ályktanir frá sveitarstjórnarvettvangi EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipanir um endurnýtingu opinberra upplýsinga.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lögð fram framvinduskýrsla fyrir desember 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Aðalfundur Flokkunar ehf verður haldinn á Akureyri 30.12.2013.
    Bæjarráð skipar Arnar Frey Þrastarsson sem sinn fulltrúa á aðalfundinn með umboð bæjarfélagsins og tilnefnir hann í stjórn fyrir Fjallabyggð.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lögð fram til kynningar drög að tveimur starfslýsingum deildarstjóra FJallabyggðar. Þær verða þrjár staðfestar á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Þorbjörn Sigurðsson og lagði til að bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til endanalegrar afgreiðslu í bæjarráði.<BR>Tillaga samþykkt á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    18. desember verða 100 ár frá því að elsti hluti skólabyggingar við Norðurgötu á Siglufirði var tekinn í notkun.
    Af því tilefni verður opið hús frá kl. 11:00 - 13:00 og munu nemendur í 1. - 4. bekk á Siglufirði vera með verkefnakynningu og syngja fyrir gesti kl. 11:15 og 12:30.
    Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 328. fundur - 7. janúar 2014

Málsnúmer 1401001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Lagt fram tölvubréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga frá 18.12.2013 um hækkun hámarksútsvars um 0.04%.
    Einnig lögð fram breytingartillaga við frumvarp til laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.
    Málið hefur áður fengið afgreiðslu bæjarráðs, sjá fundargerð frá 17.12.2013.
    Bæjarráð samþykkti óbreytt útsvar á árinu 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Lagt fram bréf frá stjórn Greiðrar leiðar ehf. frá 13.12.2013, en í bréfinu kemur fram að stjórnin hefur ákveðið að nýta sér heimild til að hækka hlutafé félagsins um 40 m.kr. með áskrift nýrra hluthafa.  
    Ætlunin er að selja það hlutafé sem ekki fæst áskrift fyrir til nýrra hluthafa, falli núverandi hluthafar frá sínum forkaupsrétti.
    Hlutur Fjallabyggðar er 0.07% eða um 26 þúsund krónur.
    Þar sem Útgerðarfélag Akureyrar er tilbúið til að kaupa umrætt hlutafé fellur Fjallabyggð frá forkaupsrétti sínum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni Advel f.h. þinglýsts eiganda fasteignarinnar að Eyrargötu 3 á Siglufirði. Um er að ræða kröfu um viðurkenningu á bótskyldu vegna deiliskipulagstillögunnar  "Grunnskólareitur á Þormóðseyri Siglufirði".
    Bæjarráð felur lögmanni bæjarfélagsins að svara umræddu bréfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óska eftir niðurfellingu á stöðuleyfi á tveimur gámum.
    Bæjarráð samþykkir framkomna ósk. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Bæjarráð felur tæknideild bæjarfélagsins að kanna hvort hægt er að nýta affallsvatn sundlaugarinnar í Ólafsfirði til upphitunar í öðrum mannvirkjum bæjarfélagsins á staðnum. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Skíðafélag Ólafsfjarðar sækir um styrk til að lagfæra töluvert viðhald á snjótroðara og vísa í samning að þessu tilefni. Um er að ræða kostnað sem nemur um 765 þúsund krónum.
    Bæjarráð telur rétt að endurnýja samninginn og fara yfir málið með stjórn skíðafélagsins er varðar aðkomu bæjarfélagsins að umræddri viðgerð.
    Bæjarráð felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að halda utanum málið með íþrótta- og tómstundafulltrúa.
    Bæjarráð telur rétt að kanna með aðkomu tryggingarfélagsins er varðar viðgerðarkostnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Lagður fram undirritaður samningur á milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar, er varðar samstarf um tónlistarskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Lagðar fram tillögur að breytingum á starfslýsingum deildarstjóra Fjallabyggðar.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar starfslýsingar verði samþykktar eftir lagfæringar og ábendingar sem fram komu á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Stjórn Ferðatrölla leggur fram ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma að uppsetningu á heimasíðu og síðan í framhaldinu að daglegum rekstri og viðhaldi á efni á umræddri síðu.
    Bæjarráð vísar málinu til markaðs- og menningarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir 10. fundar frá 11. nóvember 2013 og 11. fundar frá 9. desember 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 328
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir 810. fundar frá 22. nóvember 2013 og 811. fundar frá 13. desember 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12. desember 2013

Málsnúmer 1312004FVakta málsnúmer

1. varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12. desember 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar félagsmálanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12. desember 2013
    Fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 13.11.2013 og 06.12.2013, lagðar fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar félagsmálanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12. desember 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar félagsmálanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12. desember 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar félagsmálanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12. desember 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar félagsmálanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12. desember 2013
    Aukaþing SSNV var haldið á Sauðárkróki þann 5. desember síðast liðinn. Á þinginu var samþykkt að stofna nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðra. Jafnframt var samþykkt að skipa undirbúningsstjórn til að ljúka við undirbúning fyrir umræddan stofnfund.
    Ingvar Erlingsson situr í stjórninni fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Drög að samþykktum byggðasamlagsins verða til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar félagsmálanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12. desember 2013
    Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 28.11.2013 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar félagsmálanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014

Málsnúmer 1401002FVakta málsnúmer

1. varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Auglýst var eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum um útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2014.

    Nokkrar ábendingar bárust og voru þær teknar til umfjöllunar.
    Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Leikfélag Fjallabyggðar bæjarlistamann (hóp) Fjallabyggðar.

    Leikfélagið sýndi okkur á síðasta ári hvers við erum megnug þegar við störfum saman í sátt og samlyndi og er okkur, bæjarbúum Fjallabyggðar, til fyrirmyndar hvað varðar góða og árangursríka samvinnu. Sameining Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar var vel heppnuð og úr varð sterkara og fjölmennara leikfélag sem skilaði af sér góðu verki á síðasta ári.
    Sýningin "Stöngin inn" var valin sú áhugaverðasta hjá áhugamannaleikfélagi á landinu og var leikfélaginu boðið að setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu.
     
    Jafnframt var ákveðið að samhliða formlegri athöfn á útnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar, verði formleg úthlutun menningarstyrkja sveitarfélagsins 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Brynjar Kristjánsson Hlíðarvegi Ólafsfirði, sækir um stofnstyrk vegna uppsetningar og reksturs á eldsmiðju.
    Fyrirhugaðri eldsmiðju er ætlað að vera staðsett á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Síldarminjasafnið leggur fram húsnæði sem og safngripi sem tilheyra eldsmíði og samvinnu gagnvart verkefninu.
    Verkefnið, Eldsmiðja í Fjallabyggð, er ætlað að vera lifandi verkstæði í anda áranna 1920-1950, m.a. í þágu ferðaþjónustu. Eldsmiðjan er einnig hugsuð sem staður fræðslu fyrir menntastofnanir og almenning í formi námskeiðshalds. Þar er sérstaklega horft til samstarfs við Menntaskólann á Tröllaskaga.
    Áætlaður kostnaður við að koma verkefninu, Eldsmíði í Fjallabyggð, af stað er 1.200.000.
    Sótt er um styrk að upphæð 200.000.
    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn og vísar til umfjöllunar bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Tekin til umræðu aðkoma sveitarfélagsins að ferðamálum.
    Samkvæmt fyrirliggjandi þjónustusamningi Markaðsstofu Norðurlands og Fjallabyggðar, getur M.N. veitt aðstoð við slíka stefnumótun.
    Lagðar fram til hliðsjónar ferðamálastefnur Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
    Markaðs- og menningarnefnd leggur til að hafin verði vinna við  gerð ferðamálastefnu fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Reglur teknar fyrir til endurskoðunar.
    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að gera tillögur til bæjarráðs um eftirfarandi breytingar.
    Þar sem komi fram í reglum "atvinnumálanefnd"  verði breytt í  "markaðs- og menningarnefnd".
    Einnig er lagt til að markaðs- og menningarnefnd hafi umsjón með framkvæmd reglnanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Tekið til umfjöllunar og yfirferðar viðburðarhald sem styrkt var af sveitarfélaginu um jól, áramót og á þrettándanum, fyrirkomulag og framkvæmd.
    Jólatréstendrun, jólaböll, brennur, flugeldasýningar.

    Markaðs- og menningarnefnd færir þeim aðilum sem komu að ofangreindum viðburðum kærar þakkir.

    Jafnframt var markaðs- og menningarfulltrúa falið að ræða við framkvæmdaraðila um fyrirkomulag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Á 328. fundi bæjarráðs frá 7. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Stjórn Ferðatrölla leggur fram ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma að uppsetningu á heimasíðu og síðan í framhaldinu að daglegum rekstri og viðhaldi á efni á umræddri síðu.
    Bæjarráð vísar málinu til markaðs- og menningarnefndar."

    Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir fund sem hann átti með forsvarsmönnum Ferðatrölla í desember s.l.

    Markaðs- og menningarnefnd er meðmælt verkefninu og óskar eftir því að bæjarráð taki það til umfjöllunar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um áhuga hagsmunaaðila í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Í erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar frá 7. janúar 2014, er lagt til að árgjald verði fellt niður fyrir einstaklinga með lögheimili í Fjallabyggð.
    Einnig er lögð til hækkun á gjaldskrá vegna skiladagsekta.

    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Þorbjörn Sigurðsson og lagði til að bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2015.<BR>Tillaga samþykkt á 96. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.  Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.</DIV></DIV>
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða fyrir menningarmál fyrstu 10 mánuði ársins er 46,7 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 49,8 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál fyrstu 10 mánuði ársins er 9,8 millj. kr. sem er 81% af áætlun tímabilsins sem var 12,1 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Lagður fram verkefnalisti Markaðsskrifstofu Norðurlands 2013 og ýmis verkefni sem stefnt er að 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Í erindi forstöðumanns bókasafns Fjallabyggðar 7. janúar 2014 kemur fram að Vilhjálmur Hróarsson hafi verið ráðinn í stöðu bókavarðar við safnið í Ólafsfirði.
    Starfið var auglýst í desember síðastliðnum.
    Umsóknarfrestur rann út þann 31.desember 2013.
    Þrír umsækjendur voru um stöðuna:
    Tómas Waagfjörð,
    Vilhjálmur Hróarsson og
    Þorvaldur Hreinsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014

Málsnúmer 1401003FVakta málsnúmer

1. varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Lagt fram erindi frá Guðbirni Arngrímssyni þar sem hann fjallar um fyrirhugaða staðsetningu brunaútganga í grunnskóla Fjallabyggðar, Ólafsfirði og samskipti sín við Guðmund Gunnarsson hjá Mannvirkjastofnun. Einnig lagt fram minnisblað Dr. Skúla Þórðarsonar um mat á snjósöfnun við suðurgafl grunnskólabyggingarinnar og umræðu um snjóvarnir við neyðarútganga. Að auki lagt fram minnisblað frá Ævari Harðarsyni og deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar.
     
    Nefndin tekur undir orð Guðmundar Gunnarssonar þar sem hann segir: "Það er grundavallaratriði í sambandi við þessa flóttaleið að hún sé fær allt árið". Það verður gert með því að setja snjógildrur á þakbrún ofan útgangs, hita í stétt við útgang og uppsetningu á vindskermum ef þörf þykir samkvæmt minnisblaði Dr. Skúla Þórðarsonar.
    Nefndin leggur áherslu á að lokið verði við gerð brunaútganganna sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Bragi Þór Haraldsson sækir um, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, leyfi til að endurnýja utanhússklæðningu hússins að Eyrargötu 25 Siglufirði. Húsið verður klætt að utan með standandi báruplötum úr aluzinki.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir sækir um, fyrir hönd Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg, leyfi til að setja upp auglýsingaskilti við gatnamót Skarðsvegar og afleggjarans í skógræktina samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
     
    Nefndin samþykkir erindið. Staðsetning og frágangur verði gerður í samráði við tæknideild.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla unnin af Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir árið 2013 vegna vinnu við snjóflóðavarnir í Hafnarfjalli, Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 10. janúar 2014

Málsnúmer 1401004FVakta málsnúmer

1. varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 10. janúar 2014

    Nefndarmenn ræddu þá tillögu sem vísað var til fræðslu- og frístundanefndar úr bæjarráði þann 17.12.2013, að færa 5 ára börn af leikskólum í neðra skólahús, til að bregðast við biðlistanum í leikskóla Fjallabyggðar Siglufjarðarmegin.

    Ekki liggur fyrir fullmótað skipulag frá leikskólastjóra með þessa tilfærslu, en nefndin setur sig ekki upp á móti þessari tillögu, en leggur mikla áherslu á að fundað verði með foreldrum 5 ára barna og kynntar verði fullmótaðar tillögur, og hvernig staðið verði að þessari tilfærslu.

    Einnig óskar nefndin að þegar tillagan liggur fyrir að hún verði lögð fyrir nefndina.

    Samþykkt með 5 atkvæðum.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Þorbjörn Sigurðsson og Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 6. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>

7.Nefndarbreytingar 2014

Málsnúmer 1401045Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í bráðabirgðastjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra, aðal- og varamaður.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að aðalmaður Fjallabyggðar yrði Ingvar Erlingsson og varamaður yrði Ólafur Þór Ólafsson.

Fundi slitið - kl. 19:00.