Bæjarráð Fjallabyggðar

328. fundur 07. janúar 2014 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Fyrirhuguð hækkun hámarksútsvars

Málsnúmer 1311084Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga frá 18.12.2013 um hækkun hámarksútsvars um 0.04%.

Einnig lögð fram breytingartillaga við frumvarp til laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

Málið hefur áður fengið afgreiðslu bæjarráðs, sjá fundargerð frá 17.12.2013.

Bæjarráð samþykkti óbreytt útsvar á árinu 2014.

2.Greið leið ehf - forkaupsréttur

Málsnúmer 1312036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Greiðrar leiðar ehf. frá 13.12.2013, en í bréfinu kemur fram að stjórnin hefur ákveðið að nýta sér heimild til að hækka hlutafé félagsins um 40 m.kr. með áskrift nýrra hluthafa.  
Ætlunin er að selja það hlutafé sem ekki fæst áskrift fyrir til nýrra hluthafa, falli núverandi hluthafar frá sínum forkaupsrétti.

Hlutur Fjallabyggðar er 0.07% eða um 26 þúsund krónur.
Þar sem Útgerðarfélag Akureyrar er tilbúið til að kaupa umrætt hlutafé fellur Fjallabyggð frá forkaupsrétti sínum.

3.Krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna deiliskipulagstillögu

Málsnúmer 1312049Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni Advel f.h. þinglýsts eiganda fasteignarinnar að Eyrargötu 3 á Siglufirði. Um er að ræða kröfu um viðurkenningu á bótskyldu vegna deiliskipulagstillögunnar  "Grunnskólareitur á Þormóðseyri Siglufirði".

Bæjarráð felur lögmanni bæjarfélagsins að svara umræddu bréfi.

4.Ósk um niðurfellingu á stöðuleyfisgjaldi

Málsnúmer 1312034Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óska eftir niðurfellingu á stöðuleyfi á tveimur gámum.

Bæjarráð samþykkir framkomna ósk. 

5.Endurnýting á vatni - Sundlaugin í Ólafsfirði

Málsnúmer 1401003Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur tæknideild bæjarfélagsins að kanna hvort hægt er að nýta affallsvatn sundlaugarinnar í Ólafsfirði til upphitunar í öðrum mannvirkjum bæjarfélagsins á staðnum. Samþykkt samhljóða.

6.Skíðafélag Ólafsfjarðar - Umsókn um styrk vegna viðgerðar á snjótroðara

Málsnúmer 1401004Vakta málsnúmer

Skíðafélag Ólafsfjarðar sækir um styrk til að lagfæra töluvert viðhald á snjótroðara og vísa í samning að þessu tilefni. Um er að ræða kostnað sem nemur um 765 þúsund krónum.

Bæjarráð telur rétt að endurnýja samninginn og fara yfir málið með stjórn skíðafélagsins er varðar aðkomu bæjarfélagsins að umræddri viðgerð.

Bæjarráð felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að halda utanum málið með íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð telur rétt að kanna með aðkomu tryggingarfélagsins er varðar viðgerðarkostnað.

7.Samstarf með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur á milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar, er varðar samstarf um tónlistarskóla.

8.Starfslýsingar deildarstjóra Fjallabyggðar

Málsnúmer 1312035Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á starfslýsingum deildarstjóra Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar starfslýsingar verði samþykktar eftir lagfæringar og ábendingar sem fram komu á fundinum.

9.Ferðatröll. Beiðni um samstarf við að koma ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Málsnúmer 1401008Vakta málsnúmer

Stjórn Ferðatrölla leggur fram ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma að uppsetningu á heimasíðu og síðan í framhaldinu að daglegum rekstri og viðhaldi á efni á umræddri síðu.

Bæjarráð vísar málinu til markaðs- og menningarnefndar.

10.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2013

Málsnúmer 1301027Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 10. fundar frá 11. nóvember 2013 og 11. fundar frá 9. desember 2013.

11.Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1301025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 810. fundar frá 22. nóvember 2013 og 811. fundar frá 13. desember 2013.

Fundi slitið - kl. 19:00.