Fyrirhuguð hækkun hámarksútsvars

Málsnúmer 1311084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 06.12.2013

Innanríkisráðuneytið hefur sent tilkynningu til allra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða.

 

Leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 mun hækka um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall, þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.
Frestur sveitarstjórna til að ákveða útsvarshlutfall ársins 2014 er framlengdur til 30. desember 2013. Jafnframt er frestur til að tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þessa ákvörðun sveitarstjórnar framlengdur til sama tíma.

Í tilkynningunni hvetur ráðuneytið sveitarfélög til að fylgjast með framgangi málsins á Alþingi og verða nánari upplýsingar veittar hjá Innanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvar verði óbreytt á árinu 2014 eða 14.48%.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 328. fundur - 07.01.2014

Lagt fram tölvubréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga frá 18.12.2013 um hækkun hámarksútsvars um 0.04%.

Einnig lögð fram breytingartillaga við frumvarp til laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

Málið hefur áður fengið afgreiðslu bæjarráðs, sjá fundargerð frá 17.12.2013.

Bæjarráð samþykkti óbreytt útsvar á árinu 2014.