Bæjarstjórn Fjallabyggðar

86. fundur 13. febrúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Margrét Ósk Harðardóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 284. fundur - 29. janúar 2013

Málsnúmer 1301006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 15. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa frá kl. 9:30 til u.þ.b. 16:00.
    Fulltrúar Fjallabyggðar eru bæjarfulltrúarnir Ingvar Erlingsson og Þorbjörn Sigurðsson. Varafulltrúar eru Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Lagt fram uppgjör við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er varðar iðgjöld f.v. starfsmanns vegna tímabilsins janúar 1979 til ágúst 1979.
    Bæjarráð staðfestir iðgjaldaábyrgð og fyrirliggjandi uppgjör.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Í erindi frá Ríkiskaupum frá 14. janúar 2013, er kannaður vilji sveitarfélagsins til áframhaldandi aðild að rammasamningum Ríkiskaupa 2013.

    Bæjarráð samþykkir óbreytta og áframhaldandi aðild Fjallabyggðar  að  rammasamningakerfi Ríkiskaupa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 1.4 1211041 Málefni Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Álitsgerð Valtýs Sigurðssonar hrl. frá 22. janúar 2013 um lagaramma dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, lögð fram til kynningar.  
     
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við stjórn og forstöðumann Hornbrekku.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Lagt fram til kynningar launayfirlit Fjallabyggðar fyrir 2012.
    Niðurstaðan 0,6% yfir áætlun eða um 5 milljónir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Ársskýrsla fyrir 2012, dagsett 16. janúar 2013, lögð fram til kynningar. 
    Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra greinargóða ársskýrslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Lögð fram til kynningar tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.

    Í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er sett fram sameiginleg stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaganna. Skipulagstillagan er unnin með samanburði skipulagskosta m.t.t. umhverfis og samfélags í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana.

    Hlutverk Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar er auk þess að vinna tillögu að svæðisskipulagi að sjá um framfylgd þess og breytingar á því í samræmi við 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Sveitarstjórnum ber að sjá til þess að aðalskipulag sveitarfélaga verði í samræmi við svæðisskipulagið þegar það hefur fengið endanlega samþykkt.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um Svæðisskipulag Eyjafjarðar verði samþykkt.

    Bókun fundar <DIV>Bæjarstjórn samþykkti á 86. fundi sínum með 9 atkvæðum tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Kynntar athugasemdir sem fram komu við grenndarkynningu frá íbúum og húsafriðunarnefnd, vegna viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.
     
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, að ræða við hlutaðeigandi aðilia er varðar framkomnar athugasemdir og/eða ábendingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013

Málsnúmer 1302001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Fyrir bæjarráði liggur minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra í sex liðum um fasteignagjöld 2013, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
    Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013 samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi álagningarprósentur og gjöld :
    Fasteignaskattur skv. a.lið 0.49%
    Fasteignaskattur skv. b.lið 1.32%
    Fasteignaskattur skv. c.lið 1.65%
    Lóðaleiga 1.90%
    Lóðaleiga fyrirtækja 3.50% (var 5,0%)
    Vatnsskattur 0.35%
    Aukavatnsgjald 13 kr p/m3
    Holræsagjald 0.36%
    Sorphirðugjald 31.400 kr (var 25.400)
    Hálft sorphirðugjald hefur verið lagt á eigendur sumarhúsa á skipulögðum frístundasvæðum.

    Bæjarráð samþykkir að tekjuviðmið í afsláttarrelgum fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Fjallabyggð hækki milli ára um 4%.

    Við umræðu um innheimtumál, vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
    Bæjarráð samþykkir að framkvæma verðkönnun hjá innheimtuaðilum um innheimtu vanskilakrafna fyrir sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Fyrir bæjarráði liggur yfirlit yfir félög og félagasamtök vegna styrks til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013.
    Í áætlun er gert ráð fyrir kr. 2.000.000.-
    Bæjarráð samþykkir að auglýsa aftur eftir umsóknum, með lokaumsóknarfresti 18. febrúar 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Í erindi Eyþings frá 22. janúar 2013, er óskað eftir tilnefningu fulltrúa Fjallabyggðar í samráðsvettvang sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
    Bæjarstjóri upplýsti um fund sem haldinn var 4. febrúar á Akureyri og hann, ásamt Bjarkey Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa og Karítas Skarphéðinsdóttur Neff fræðslu- og menningarfulltrúa sóttu.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að aðalfulltrúar verði Sigurður Valur Ásbjarnarson og Bjarkey Gunnarsdóttir og til vara Þorbjörn Sigurðsson og Egill Rögnvaldsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Tillaga um gerð deiliskipulags af lóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og götureitsins þar sem skólinn stendur:

    Tillaga:
    "Bæjarráð felur  skipulags- og umhverfisnefnd, í samvinnu við Landslag/Ómar Ívarsson, að vinna deiliskipulag af lóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og götureitsins sem skólinn stendur á.  
    Í skipulagsvinnunni verði m.a. skoðað skuggavarp fyrirhugaðrar viðbyggingar við skólann og bílastæðamál og haft samráð við hagsmunaaðila eins og skipulagslög gera ráð fyrir.  
    Deiliskipulagið sé í fullu samræmi við aðalskipulag Fjallabyggðar."

    Greinargerð með tillögu:
    - Árið 1994 ákvað bæjarstjórn Siglufjarðar að láta teikna heilstæðan grunnskóla á þessum stað. 
    - Skólann átti að byggja í áföngum og vera einsetinn skóli í samræmi við lög og reglur. 
    - Lögð var áhersla á að byggingin væri í samræmi við götumynd, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
    - Ráðist var í fyrsta áfanga á árinu 1996 og var sá hluti tekinn í notkun 1999.
    - Til að ná markmiðum sínum hafði verið  ákveðið að stækka lóð skólans og fækka lóðum á umræddum lóðarreit og húsum og  halda þar með þéttleika byggðar.
    Sameining sveitarfélaga á Tröllaskaga varð að veruleika í júní 2006.
    Í samræmi við þessa stefnu voru eftirfarandi lóðir á Siglufirði sameinaðar lóð grunnskólans árið 2007: 
    - Norðurgata 6 og 8.
    - Vetrarbraut 3, 5, 7 og 9.
    - Eyrargata 1 og 5.
    Í Aðalskipulagi Fjallabyggðar sem gildir frá 2008 - 2028 hefur lóð grunnskólans verið afmörkuð sem svæði fyrir þjónustustofnanir, þar með eru fyrr nefndar lóðir sem og lóð nr. 3 við Eyrargötu.
    Eftir sameiningu sveitarfélaganna kom fljótlega í ljós að ekki væri þörf á svo mikilli uppbyggingu í báðum bæjarkjörnum m.a. vegna fækkunar í árgöngum beggja vegna. Unnið var að framtíðar skipan skólamála í nýju umhverfi á árunum 2008 - 2009. Framtíðarskipan fræðslumála var samþykkt í bæjarstjórn fimmtudaginn  21. janúar 2010. Nú liggur fyrir að ekki er þörf á verulegum stækkunum í sameinuðu sveitarfélagi miðað við núverandi íbúafjölda. Kynningarfundur um fyrirhugaðar stækkanir fór fram í júní  á árinu 2011. Niðurstaðan er að eitt skólahús skyldi vera á Siglufirði og eitt á Ólafsfirði.
    Uppbygginu á Ólafsfirði er nú lokið í samræmi við þessar hugmyndir. Hins vegar á eftir að byggja verknámsstofur og mötuneyti fyrir nemendur á Siglufirði. Ætlunin var að hefja framkvæmdir sem fyrst á árinu 2013 og hefur tillaga að viðbyggingu verið hönnuð. Tillagan var grenndarkynnt hagsmunaaðilum og bárust nokkrar athugasemdir.
    Í ljósi athugasemda verður að telja eðlilegt að skoða betur deiliskipulag reitsins.
    Bæjarráð telur að við þá vinnu verði tekið mið af núverandi húsnæðisþörf grunnskólans. Vísast hér í samþykkt bæjarstjórnar  frá 14. september 2011.
    Bæjarráð telur þar með ekki rétt að ráðast í eins viðamiklar framkvæmdir og teikningar frá 1994 gerðu ráð fyrir. Verði síðar þörf á stækkun s.s. vegna fjölgunar eða breyttra aðstæðna verði deilskipulagið aftur tekið til endurskoðunar.
    Vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar, við grunnskólann á Siglufirði, er rétt að taka fram að á lóðinni Eyrargötu 1  stóð hús sem bæjarfélagið lét  rífa. Það hús bar nafnið "Rauða myllan". Húsið var tveggja hæða og var  nánast í sömu fjarlægð frá Eyrargötu 3 og fyrirhuguð viðbygging kemur til með að rísa.

    Bæjarráð felur jafnframt skipulags- og umhverfisnefnd að höfðu samráði við arkitekta og Landslög/Ívar Pálsson að svara fram komnum athugasemdum.

    Tillaga samþykkt með 2 atkvæðum.  Sólrún sat hjá.

    Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað vegna grenndarkynningar
    "Undirrituð harmar það að grenndarkynning hafi ekki farið af stað fyrr í ferlinu. Sveitarfélagið á að kappkosta að hafa frið við íbúa og alls ekki að ganga á þeirra rétt. Þá ber að hafa það í huga að í þessu tilfelli er sveitarfélagið umsækjandi um byggingarleyfi og um leið úrskurðaraðili í athugasemdum sem fram eru komnar í grenndarkynningu. Sveitarfélagið þarf að huga vel að stjórnsýslureglum í þessu sambandi."
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • 2.5 1302007 Leiga á vinnustofu
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Í erindi Hrafnhildar Ýrar Denke Vilbertdóttur er óskað eftir því að fá leigða aðstöðu í kjallara bókasafnsins í Ólafsfirði.  
    Fyrirhugað er að setja upp vinnustofu og bjóða upp á þjónustu á vegum Drekaslóðar, sem er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur alls kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra.
    Jafnframt er óskað eftir framlagi sveitarfélagsins á móti leiguverði.
    Bæjarráð samþykkir tímabundin samning til n.k. áramóta og felur bæjarstjóra nánari útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Bæjarstjóri fór yfir og kynnti drög að sameiginlegu bréfi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar til heilbrigðisráðherra, í kjölfar fundar bæjarstjóranna með ráðherra 16. janúar s.l. um almenna heilbrigðisþjónusta við utanverðan Eyjafjörð.
    Næsti fundur milli fulltrúa sveitarfélaganna er fyrirhugaður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 10.
    Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað
    varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana.
    "Undirrituð harmar að minnihlutanum hafi verið haldið frá þessu máli, sem og í öðrum málum. Það var starfshópur myndaður fyrir ca. 2-3 árum, sem í voru fulltrúar starfsmanna HSF og fyrirtækja hér í bæ, sem fóru t.d. á fund allra þingmanna og lýstu áhyggjum af þróun heilbrigðismála í Fjallabyggð. Nauðsynlegt er áður en lengra er haldið að ná breiðri sátt um fyrirliggjandi tillögur".
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Sólrún Júlíusdóttir, Þorbjörn Sigurðsson og Ingvar Erlingsson.<BR><BR>Bæjarfulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:<BR>"Við undirrituð bæjafulltrúar vísum algjörlega á bug fullyrðingum Sólrúnar Júlíusdóttur bæjarfulltrúa sem settar voru fram í bókun á 285. fundi bæjarráðs þann 5. febrúar um að ”minnihlutanum hafi verið haldið frá í þessu máli“. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar á þremur fundum bæjarráðs þ.e. 283. fundi þann 15. janúar, 284. fundi þann 29. janúar, 285. fundi þann 5. febrúar og auk þess á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. <BR>Drög að sameiginlegu bréfi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar til Velferðarráðherra verða til kynningar á þessum fundi bæjarstjórnar og til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs. Þess ber að geta að minnihluti á einn fulltrúa í Bæjarráði Fjallabyggðar og þrjá fulltrúa í Bæjarstjórn. <BR>Ef samþykki Bæjarráðs Fjallabyggðar, Bæjarráðs Dalvíkurbyggðar og Velferðaráðherra fæst til að hefja viðræður, mun fara af stað ítarleg og umfangsmikil vinna við útfærslu og hagkvæmniathugun sem fjölmargir aðilar munu hafa aðkomu að. Víðtækt samstarf við alla hagsmunaaðila verður haft að leiðarljósi. Nú þegar hefur málið verið rætt við yfirmenn og stjórnir heilbrigðisstofnana á svæðinu. Einhugur ríkir um að kanna sameiginlega kosti þess að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð myndi eitt þjónustusvæði í heilbrigðis og öldrunarþjónustu, þar sem öflug þjónusta við íbúa er höfð að leiðarljósi. <BR>Við fordæmum tilraunir Sólrúnar Júlíusdóttur og minnihlutans til þess að tortryggja það ferli sem nú er að fara af stað og er hugsað til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni íbúa við utanverðan Eyjafjörð, sem eru öflug heilbrigðisþjónusta í heimabyggð"<BR><BR>Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar til 31. desember 2012.
    Fram kemur að tekjur bæjarfélagsins eru meiri en áætlun gerði ráð fyrir og að rekstur flestra málaflokka sé viðunandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Varasjóður húsnæðismála hefur með bréfi tilkynnt um aukaframlag, uppá tæplega 5 milljónir, vegna sölu 3ja félagslegra íbúða 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um stöðu úttektar.

    Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað vegna úttektar á stjórnsýslu.
    "Undirrituð telur að heppilegra hefði verið að bjóða út úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, en nauðsynlegt er að slíkur aðili sé óumdeildur. Minnihlutinn hefur ekki haft þess kost að hafa neina aðkomu að þessari ráðningu, sem reyndar er mjög óheppilegt, og hefur engar forsendur til að meta eða velja milli aðila. Þá hefði útboð mögulega lækkað kostnað, en í það minnsta boðið uppá mismunandi valkosti".
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Helga Helgadóttir, Margrét Ósk Harðardóttir, Sólrún Júlíusdóttir, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR><BR>Bæjarfulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:<BR>"Við ráðningu Haraldar L. Haraldssonar vegna úttektar á rekstri og fjárhag Fjallabyggðar var fyrst og fremst litið til reynslu viðkomandi aðila, en Fjallabyggð er níunda sveitarfélagið þar sem hann kemur að slíkri vinnu. Það er óhætt að fullyrða að fáir ef einhverjir hafa sambærilega reynslu við úttektir á rekstri sveitarfélaga hér á landi og kostnaði er haldið í lágmarki þar sem öll grunngögn vegna samanburðar eru til staðar frá fyrri úttektum. Fram til þessa hefur einhugur ríkt um störf hans hjá öðrum sveitarfélögum, enda lögð áhersla á faglega nálgun og víðtækt samráð við bæjarfulltrúa sem og starfsmenn. Við gerð fjárhagsáætlunar, sem allir bæjarfulltrúar og nefndarmenn höfðu aðkomu að, var gert ráð fyrir fjármagni til þessarar vinnu en engin tillaga kom fram um að útboð yrði viðhaft."</DIV><DIV><BR>Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Lögð fram til kynningar ráðning Sigurjóns Pálssonar í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.
    Aðrir umsækjendur voru:
    Baldur Ævar Baldursson
    Fjóla Guðbjörg Traustadóttir
    Gunnar Ásgrímur Ragnarsson
    Kolbeinn G. Engilbertsson
    Torfi Guðmundsson og
    Þorvaldur Hreinsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Lögð fram til kynningar fundargerð 803. fundar frá 25. janúar 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Vinnumálastofnun fyrir íbúa í Ólafsfirði.  Gildistími er til 31. desember 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 24. janúar 2013

Málsnúmer 1301004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Lagðar eru fram gjaldskrár sem heyra undir tæknideild; gjaldskrá byggingarfulltrúa, gjaldskrá þjónustumiðstöðvar og gjaldskrá vatnsveitu.
    Lagt er til að í gjaldskrá byggingarfulltrúa verði settir inn eftirfarandi nýir gjaldskrárliðir: minniháttar breytingar á innra skipulagi og útliti húsa, breytingar á gildandi lóðarleigusamningi og prentun. Lagt er til að í gjaldskrá þjónustumiðstöðvar og vatnsveitu verði sett inn ákvæði um árlega vísitöluhækkun gjaldskráarinnar.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149




    Lagðar eru fram ákveðnar breytingar er varða stoppistöðvar skólarútu. Á Siglufirði er samkvæmt núverandi umferðarmerkingum bannað að leggja á austurkanti Hlíðarvegs frá Brekkugötu að Þormóðsgötu og á vesturkanti Vetrarbrautar frá Eyrargötu að Aðalgötu. Skólarútan stoppar við grunnskólann á Hlíðarvegi og grunnskólann við Vetrarbraut og er því lagt til að sett verði upp umferðarmerki á báðum þessum stöðum sem heimila stöðvun skólarútunnar. Einnig er lagt til að við íþróttamiðstöðina á Hvanneyrarbraut verði aflagt bílastæðið norðan við bílastæði fyrir hreyfihamlaða og þá verði sett upp umferðarmerki sem gefi til kynna að bannað sé að leggja nema fyrir skólarútu.
    Í Ólafsfirði er lagt til að akstursleið skólarútunnar verði frá Menntaskólanum eftir stíg að grunnskóla og bílastæði verði afmarkað fyrir framan skóla, vestan við nýbyggingu. Sett verði umferðarmerki á stíginn sem gefi til kynna að allur akstur sé bannaður nema skólabíll og reiðhjól.

     

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149


    Varðandi lóðirnar Gránugötu 5b og 13b hefur komið í ljós við nákvæma mælingu á þeim, að þær skarast saman. Lóðarhafar hafa leitað til tæknideildar Fjallabyggðar um úrlausn þessa máls. Búið er að kynna þeim ákveðnar tillögur að nýrri lóðarskipan sem þeir sætta sig ekki við.

     

    Því er nú lagt til að lóðirnar verði afmarkaðar eins og kemur fram á lóðarblaði tæknideildar frá 23. nóvember með þeirri viðbót að lóðin Gránugata 5b stækki lítillega til austurs.

     

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Bæjarstjórn samþykkir á 86. fundi sínum með 9 atkvæðum að vísa afgreiðslu 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar aftur til nefndarinnar.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Gunnar Sverrisson f.h. Síldarvinnslunnar hf sækir um leyfi til niðurrifs á síldarþró (fnr. 213-1053) og hráefnistönkum (fnr. 213-1069 og 213-1070). Kemur fram í erindi hans að þessar fasteignir séu mjög sérhæfðar og því ólíklegt að þær eigi eftir að nýtast á svæðinu auk þess sem aðgengi að þeim mannvirkjum sem eftir standa verður auðveldara.
     
    Erindi samþykkt og óskar nefndin jafnframt eftir viðræðum við Síldarvinnsluna um endurskipulagningu á lóðarstærðum í ljósi þess að ofangreindar byggingar verði fjarlægðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Þorsteinn Jóhannesson f.h. eiganda hússins Hólavegur 17 sækir um leyfi nefndarinnar til þess að breyta og byggja við húseignina samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að skráningartafla berist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Þorsteinn Jóhannesson f.h. eiganda hússins Suðurgata 76 sækir um leyfi nefndarinnar til þess að breyta gluggum, einangra og klæða húsið að utan með 50 mm steinull og MEG klæðningu samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd. Umsagnarfrestur er til 8. febrúar næstkomandi.
     
    Umhverfisfulltrúi hefur lesið yfir frumvarpið og telur að ekki þurfi að gera athugasemdir við það þar sem frumvarpið hafi fengið mikla og góða umfjöllum víða og búið að sníða af því þá vankanta sem á því var.
     
    Nefndin samþykkir að gera ekki athugasemdir við frumvarpið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149



    Viðbyggingin við grunnskólann á Siglufirði var grenndarkynnt eigendum Eyrargötu 2, 3, 4, 6, 7 og 8 með bréfi sem var sent út þann 6. desember 2012 með athugasemdafresti til 9. janúar 2013 og viðbótarfresti tveggja eigenda til 14. janúar.
    Athugasemdir komu frá öllum aðilum nema eiganda Eyrargötu 6 eftir að athugasemdafresturinn rann út.

     


    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Lögð fram til kynningar umsókn Sparisjóðs Siglufjarðar um tímabundið skilti á norðurhlið Sparisjóðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Lögð fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands sem samþykkt var á aðalfundi þess 24. - 26. september síðastliðinn þar sem félagið hvetur aðildarfélög sín, sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga til að nýta sér þá frjósemi sem lúpína skapar í ófrjósömu landi og rækta skóg í lúpínubreiðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013

Málsnúmer 1302003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013
    Lögð fram til afgreiðslu tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.

    Í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er sett fram sameiginleg stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaganna. Skipulagstillagan er unnin með samanburði skipulagskosta m.t.t. umhverfis og samfélags í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana. Hlutverk Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar er auk þess að vinna tillögu að svæðisskipulagi að sjá um framfylgd þess og breytingar á því í samræmi við 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Sveitarstjórnum ber að sjá til þess að aðalskipulag sveitarfélaga verði í samræmi við svæðisskipulagið þegar það hefur fengið endanlega samþykkt.

    Nefndin samþykkir framkomna tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024.

    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013

    Lagðir fram að nýju aðaluppdrættir, Teiknistofunnar Víðihlíðar 45,  af viðbyggingu við grunnskólann á Siglufirði. Uppdrættirnir voru grenndarkynntir fyrir hagsmunaaðilum að Eyrargötu 2, 3, 4, 6, 7 og 8.
    Þrjár athugasemdir bárust; frá Advel lögmenn f.h. Sögu ráðgjafar ehf., eiganda hússins nr. 3 við Eyrargötu, Eiríksínu og Ólafíu, eigendum Eyrargötu 2 og Sigurlaugu Guðjónsdóttir, Þóri J. Stefánssyni, Sigríði Ólafsdóttir, Guðbrandi J. Ólafssyni og Pálínu Pálsdóttir f.h. Sálarrannsóknarfélagsins, eigendum, húsa nr. 4, 7 og 8 við Eyrargötu. Lögð fram umsögn Landslaga slf. um athugasemdir, dags. 5. febrúar 2013.

    Með vísan til samþykktar bæjarráðs frá 5. febrúar 2013, um að unnið skuli deiliskipulag af reitnum og með vísan til umsagnar Landslaga, dags. 5. febrúar 2013, sem samþykkt er af nefndinni, er hinni kynntu tillögu vísað til vinnu um gerð deiliskipulags af reitnum sbr. lið nr. 3 í fundargerð þessari þar um.

    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013

    Lögð fram bókun bæjarráðs frá 5. febrúar 2013, ásamt greinargerð, um gerð deiliskipulags af svokölluðum grunnskólareit:

    "Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd, í samvinnu við Landslag/Ómar Ívarsson, að vinna deiliskipulag af lóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og götureitsins sem skólinn stendur á.
    Í skipulagsvinnunni verði m.a. skoðað skuggavarp fyrirhugaðrar viðbyggingar við skólann og bílastæðamál og haft samráð við hagsmunaaðila eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Deiliskipulagið sé í fullu samræmi við aðalskipulag Fjallabyggðar."

    Greinargerð með tillögu:
    - Árið 1994 ákvað bæjarstjórn Siglufjarðar að láta teikna heilstæðan grunnskóla á þessum stað.
    - Skólann átti að byggja í áföngum og vera einsetinn skóli í samræmi við lög og reglur.
    - Lögð var áhersla á að byggingin væri í samræmi við götumynd, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
    - Ráðist var í fyrsta áfanga á árinu 1996 og var sá hluti tekinn í notkun 1999.
    - Til að ná markmiðum sínum hafði verið ákveðið að stækka lóð skólans og fækka lóðum á umræddum lóðarreit og húsum og halda þar með þéttleika byggðar.
    Sameining sveitarfélaga á Tröllaskaga varð að veruleika í júní 2006.
    Í samræmi við þessa stefnu voru eftirfarandi lóðir á Siglufirði sameinaðar lóð grunnskólans árið 2007:
    - Norðurgata 6 og 8.
    - Vetrarbraut 3, 5, 7 og 9.
    - Eyrargata 1 og 5.
    Í Aðalskipulagi Fjallabyggðar sem gildir frá 2008 - 2028 hefur lóð grunnskólans verið afmörkuð sem svæði fyrir þjónustustofnanir, þar með eru fyrr nefndar lóðir sem og lóð nr. 3 við Eyrargötu.
    Eftir sameiningu sveitarfélaganna kom fljótlega í ljós að ekki væri þörf á svo mikilli uppbyggingu í báðum bæjarkjörnum m.a. vegna fækkunar í árgöngum beggja vegna. Unnið var að framtíðarskipan skólamála í nýju umhverfi á árunum 2008 - 2009. Framtíðarskipan fræðslumála var samþykkt í bæjarstjórn fimmtudaginn 21. janúar 2010. Nú liggur fyrir að ekki er þörf á verulegum stækkunum í sameinuðu sveitarfélagi miðað við núverandi íbúafjölda. Kynningarfundur um fyrirhugaðar stækkanir fór fram í júní á árinu 2011. Niðurstaðan er að eitt skólahús skyldi vera á Siglufirði og eitt á Ólafsfirði.
    Uppbygginu á Ólafsfirði er nú lokið í samræmi við þessar hugmyndir. Hins vegar á eftir að byggja verknámsstofur og mötuneyti fyrir nemendur á Siglufirði. Ætlunin var að hefja framkvæmdir sem fyrst á árinu 2013 og hefur tillaga að viðbyggingu verið hönnuð. Tillagan var grenndarkynnt hagsmunaaðilum og bárust nokkrar athugasemdir.
    Í ljósi athugasemda verður að telja eðlilegt að skoða betur deiliskipulag reitsins.
    Bæjarráð telur að við þá vinnu verði tekið mið af núverandi húsnæðisþörf grunnskólans. Vísast hér í samþykkt bæjarstjórnar frá 14. september 2011.
    Bæjarráð telur þar með ekki rétt að ráðast í eins viðamiklar framkvæmdir og teikningar frá 1994 gerðu ráð fyrir. Verði síðar þörf á stækkun s.s. vegna fjölgunar eða breyttra aðstæðna verði deilskipulagið aftur tekið til endurskoðunar.
    Vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar, við grunnskólann á Siglufirði, er rétt að taka fram að á lóðinni Eyrargötu 1 stóð hús sem bæjarfélagið lét rífa.
    Það hús bar nafnið "Rauða myllan". Húsið var tveggja hæða og var nánast í sömu fjarlægð frá Eyrargötu 3 og fyrirhuguð viðbygging kemur til með að rísa.

    Bæjarráð felur jafnframt skipulags- og umhverfisnefnd að höfðu samráði við arkitekta og Landslög/Ívar Pálsson að svara framkomnum athugasemdum.

    Einnig lögð fram tillaga Landslags ehf., dags. 5.2.2013, að skipulagslýsingu fyrir reitinn.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela Landslagi/Ómar Ívarsson, að vinna tillögu að deiliskipulagi af lóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og götureitsins sem skólinn stendur á. Í skipulagsvinnunni verði m.a. skoðað skuggavarp fyrirhugaðrar viðbyggingar við skólann og bílastæðamál og haft samráð við hagsmunaaðila eins og skipulagslög gera ráð fyrir.

    Deiliskipulagið sé í fullu samræmi við Aðalskipulag Fjallabyggðar.

    Jafnframt er samþykkt að leita umsagnar Skipulagsstofnunar um fyrirliggjandi tillögu að skipulagslýsingu og kynna hana fyrir almenningi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013
    Lagt fram erindi frá Samorku þar sem tilkynnt er að aðalfundur samtakanna verður haldinn föstudaginn 22. febrúar 2013. Er óskað eftir að tilkynning um þátttöku á fundinum verði send eigi síðar en 18. febrúar næstkomandi.
     
    Nefndin samþykkir að deildarstjóri tæknideildar sitji fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.5 1302010 Eyðing lóða
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013
    Lögð fram tillaga frá tæknideild um að lóðunum Hlíðarvegur 7 og Snorragata 9b verði eytt, þar sem búið er að leggja þær undir götu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013
    Lögð fram til kynningar teikning af fyrirhuguðu húsi við Hafnargötu 4.
     
    Nefndin setur sig ekki á móti útliti hússins, en bendir á að grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn þegar hún berst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013
    Lagðar fram til kynningar athugasemdir íbúa í grennd við Aðalgötu 6 og 6b þar sem þeir lýsa yfir miklum áhyggjum af ástandi húsanna, Aðalgötu 6 og 6b eftir óveðrið sem gekk yfir í lok janúar. Múrhúð hrundi af Aðalgötu 6 og þakplötur fuku af Aðalgötu 6b sem skapaði mikla hættu í nágrenninu. Er óskað eftir því að send verði bréf til eigenda fyrrgreindra fasteigna þar sem þeir eru hvattir til að gera nauðsynlegar úrbætur á fasteignum sínum.
     
    Tæknideild hefur sent eigendum Aðalgötu 6 og 6b úrbótabréf, þar sem þeim er gefinn frestur til þess að gera nauðsynlegar úrbætur á fasteignum sínum ella muni verða lagðar dagsektir á þá skv. gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 6. febrúar 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 4. febrúar 2013

Málsnúmer 1301005FVakta málsnúmer

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • 5.1 1211081 Staða húsvarðar á Siglufirði
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 4. febrúar 2013
    Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
     
    Ráðið  hefur verið í stöðu húsvarðar í Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Hafþór Kolbeinsson var ráðinn nýr húsvörður við skólann.
     
    Þeir sem sóttu um stöðuna voru:
    Gunnar Ásgrímur Ragnarsson
    Hafþór Kolbeinsson
    Kolbeinn Engilbertsson
    Ólafur Gunnarsson
    Páll Kristinsson
    Sigurjón Pálsson
    Sturlaugur Kristjánsson
    Þorvaldur Hreinsson
     
     
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Upplýst var að Jónína Magnúsdóttir skólastjóri gekk frá ráðningu í starf húsvarðar og sú afgreiðsla var lögð fram til kynningar í fræðslunefnd.<BR>Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 5.2 1301120 Opinn fundur foreldrafélags og skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar 14. febrúar 2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 4. febrúar 2013
    Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
     
    Árlegur opinn fundur foreldrafélags og skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17.30. Fræðslunefnd er boðið að koma með málefni á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.3 1212008 Eftirlit með fjölda skóladaga 2011-2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 4. febrúar 2013
    Undir þessum lið sat: Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
     
    Fjallabyggð barst athugasemd frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna fjölda skóladaga í 2. og 3. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Skóladagar voru tilgreindir 178 í stað 180 að lágmarki. Skólastjóri hefur svarað bréfi ráðuneytisins þar sem fram kemur að hér var um mistök að ræða við innslátt upplýsinga í skýrslu til Hagstofu Íslands. Skóladagar voru alls 180.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.4 1301119 Starfsemi Tónskóla Fjallabyggðar vorönn 2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 4. febrúar 2013
    Undir þessum lið sátu: Magnús Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar og Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri.
     
    1. Skóladagatal og nemendafjöldi
    Farið yfir skóladagatal og nemendafjölda. Nemendafjöldi er svipaður og í fyrra. Flestir nemendur eru í söng.
     
    2. Breytingar á stöðuhlutföllum kennara
    Guðrún Ingimundardóttir er komin í 100% starfshlutfall og Timothy Knappet í 70% stöðu.
     
    3. Fjárhagsáætlun 2012
    Skólastjóri fór yfir einstaka liði í fjárhagsáætlun 2012.
     
    4. Framundan í starfi skólans
     Tónleikar, tónfundir, Nótan, Músíktilraunir.
     
    5. Kennsla í Menntaskólanum á Tröllaskaga
    Mikið samstarf er komið á milli tónskólans og menntaskólans.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 5.5 1209015 Ungt fólk 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 4. febrúar 2013
    Til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.6 1301110 Tilkynnt að Námsgagnastofnun hefur umsjón með framkvæmd ytra mats á leik-og grunnskólum
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 4. febrúar 2013
    Til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013

Málsnúmer 1302004FVakta málsnúmer

Aðalmaður í félagsmálanefnd Margrét Ósk Harðardóttir, gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013




    Félag eldri borgara í Ólafsfirði óskar eftir aðstoð frá félagsþjónustunni við þrif á húseign sinni að Bylgjubyggð 2b.
    Félagsmálanefnd samþykkir að veita umbeðna aðstoð tvisvar sinnum í mánuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Lögð fram reglugerð um breytingu á reglugerð um húsaleigubætur, nr. 118/2003, með síðari breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013

    Félagsmálastjóri lagði fram minnisblað um þetta mál. Þar kemur m.a. fram að fjöldi þeirra einstaklinga sem falla undir skilgreiningu langtíma atvinnulausra er óverulegur og á þessu stigi er ekki þörf á sérstökum aðgerðum af hálfu sveitarfélagins, að svo stöddu.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Margrét Ósk Harðardóttir.<BR>Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Erindi synjað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 8. febrúar 2013
    Fundargerð þjónustuhóps um málefni fatlaðra frá 24. janúar 2013, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar félagsmálanefndar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013

Málsnúmer 1302002FVakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og fór yfir tillögur sínar og upplýsingar um markaðssetningu hafnarinnar.
    Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í kostnaði við Alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu, ráðstefnu og kynningu í Kaupmannahöfn og kynningarefni fyrir fram komin verkefni og er áætlaður kostnaður um 500 þúsund.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Gjaldskrá lögð fram til yfirferðar, en hún hefur áður verið samþykkt.
    Fram komu ábendingar frá yfirhafnarverði um að gera þurfi lagfæringar á þremur greinum.
    Um er að ræða viðlegugjald í 4. gr. Gera þarf betri grein fyrir sorphirðugjald í 12.gr. og að fella þurfi út skilgreiningu á vatnsgjaldi í 15. gr.
    Yfirhafnarverði og hafnarstjóra er falið að setja fram skriflega greinargerð fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Lagðar fram upplýsingar um landaðan afla í Fjallabyggð á árinu 2012.
    Fram kom að landaður afli á Siglufirði var 15.471 tonn og á Ólafsfirði 1.381 tonn. Um er að ræða 2.207 landanir á Siglufirði og 772 á Ólafsfirði.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - desember lagt fram til kynningar. Niðurstaðan er betri en áætlun gerði ráð fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Niðurstaða frá Alþingi liggur ekki fyrir um breytingar á lögum. Umræðu um endurbætur á Hafnarbryggju frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Hafnarstjórn telur eðlilegt að leggja til við bæjarráð/bæjarstjórn að fundir hafnarstjórnar séu framvegis á Siglufirði í ljósi þess að þar eru fleirir fundarmenn búsettir.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson, Sólrún Júlíusdóttir, Þorbjörn Sigurðsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Margrét Ósk Harðardóttir, Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögu hafnarstjórnar um fundartíma og fundarstað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.<BR>S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og Guðmundur Gauti Sveinsson var á móti.</DIV></DIV>

Fundi slitið - kl. 19:00.