Bæjarstjórn Fjallabyggðar

253. fundur 23. janúar 2025 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Í upphafi fundar lagði forseti fram tillögu um að gera þá breytingu á dagskrá að mál 13 á útsendri dagskrá væri tekið fyrir í upphafi fundar, þ.e. kynning á áformum vegna laxeldis á Tröllaskaga. Samþykkt samhljóða.

Bæjarfulltrúi Helgi Jóhannsson var forfallaður og enginn varamaður sat fundinn í hans stað.

Bæjarstjóri greindi frá fundargerðum bæjarráðs sem teknar eru fyrir á fundinum.

1.Erindi vegna laxeldis á Tröllaskaga

Málsnúmer 2409067Vakta málsnúmer

Til fundarins mætti Vigdís Häsler f.h. Kleifa Fiskeldis ehf. til að fara yfir áform félagsins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkar Vigdísi áhugaverða kynningu á áformum Kleifa Fiskeldis ehf.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 857. fundur - 20. desember 2024.

Málsnúmer 2412005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 5 liðum og er lögð fram í heild.
Enginn tók til máls.

Samþykkt
Fundargerðin er staðfest í heild sinni með 6 atkvæðum

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10. janúar 2025.

Málsnúmer 2501001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum og er liður 1 sérstaklega lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og Arnar Þór Stefánsson.
Samþykkt
Fundargerð bæjarráðs staðfest með 6 atkvæðum.
  • 3.1 2403045 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10. janúar 2025. Fjármálastjóra var falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðarauka í tengslum við yfirstandandi framkvæmdir í Skarðsdal.
    Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn felur í sér aukningu á fjárfestingaramma eignasjóðs vegna framkvæmdanna og er um lokauppgjör framkvæmda að ræða.
    Bæjarráð samþykkir viðauka nr 6.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við samþykkt bæjarráðs með 6 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 859. fundur - 17. janúar 2025.

Málsnúmer 2501004FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum og er lögð fram i heild.
Til máls tók Arnar Þór Stefánsson og S.Guðrún Hauksdóttir
Samþykkt
Fundargerðin er staðfest í heild sinni með 6 atkvæðum

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 860. fundur - 17. janúar 2025.

Málsnúmer 2501006FVakta málsnúmer


Enginn tók til máls.
Samþykkt
Fundargerð bæjarráðs staðfest með 6 atkvæðum.
  • 5.1 2501036 Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - umsóknir um starf.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 860. fundur - 17. janúar 2025. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðningarsamning og leggur til við bæjarstjórn að ráða Gísla Davíð Sævarsson í starfið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum tillögu bæjarráðs um ráðningu á Gísla Davíð Sævarssyni í starf sviðsstjóra skipulags -og framkvæmdasviðs frá og með 1.mars og biður Gísla Davíð velkominn til starfa.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 11. desember 2024.

Málsnúmer 2412001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er lið 3 sérstaklega vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Til máls tók Arnar Þór Stefánsson.

Samþykkt
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar staðfest með 6 atkvæðum.
  • 6.3 2311057 Frístundastyrkir Fjallabyggðar - Reglur og skilyrði
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 11. desember 2024. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að uppfærðum reglum um frístundastyrki til barna á aldrinum 4 - 18 ára og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Frístundastyrkur 2025 hækkar úr 47.500 kr. í 50.000 kr. á hvert barn í þessum aldurshópi. Bókun fundar Tillaga fræðslu- og frístundanefndar um uppfærðar reglur á frístundastyrk fyrir árið 2025 samþykktar með 6 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 13. janúar 2025.

Málsnúmer 2501002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er lið 1 sérstaklega vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar staðfest með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 148 Í 6. grein samkomulagsins, sem undirritað var 22.03.2022 er heimild til framlengingar um eitt ár í senn, tvisvar sinnum. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til og samþykkir fyrir sitt leyti að nýta framlengingarákvæði og framlengja samkomulagið fyrir árið 2025.
    Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum tillögu fræðslu-og frístundanefndar um að nýta framlengingarákvæðið og framlengja samkomulagið fyrir árið 2025.

8.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 13. desember 2024.

Málsnúmer 2412004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er lið 1 sérstaklega vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Fundargerð félagsmálanefndar staðfest með 6 atkvæðum.
  • 8.1 2412016 Reglur um stuðningsþjónustu -tillaga að breytingu
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 13. desember 2024. Lögð fram tillaga að breytingum og uppfærslum á reglum Fjallabyggðar um stuðningsþjónustu. Helstu breytingar varða ítarlegri skilgreiningu á tekjumörkum umsækjenda og að umsóknum um heimilisþrif skuli hafnað séu umsækjendur yfir tekjumörkum sem tilgreind eru, eða njóta ekki annars stuðnings samkvæmt reglunum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir tillögu félagsmálanefndar um breytingar og uppfærslu á reglum Fjallabyggðar um stuðningsþjónustu með 6 atkvæðum.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 318. fundur - 15. janúar 2025.

Málsnúmer 2501003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram í heild.

Enginn tók til máls
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar í heild sinni með 6 atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 16. janúar 2025.

Málsnúmer 2501005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram í heild.

Enginn tók til máls
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð markaðs- og menningarnefndar í heild sinni með 6 atkvæðum.

11.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 149. fundur - 20. janúar 2025.

Málsnúmer 2501007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram í heild.

Til máls tók Tómas Atli Einarsson.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fundargerð hafnarstjórnar í heild sinni með 6 atkvæðum.

12.Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga TÁT 2024

Málsnúmer 2410085Vakta málsnúmer

Fundargerðin er 5 liðir og er lögð fram í heild.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir fundargerðina í heild sinni með 6 atkvæðum.

13.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að eftirfarandi breytingum á trúnaðarstöðum samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022-2026:

Í stjórn Síldarminjasafns Íslands ses verði aðalmaður S.Guðrún Hauksdóttir í stað Sigríðar Ingvarsdóttur og varamaður verði Arnar Stefánsson.
Í stjórn Leyningsáss ses taki Helgi Jóhannsson sæti Sigríðar Ingvarsdóttur.

Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á trúnaðarstöðum samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022-2026.

Fundi slitið - kl. 18:45.