Bæjarstjórn Fjallabyggðar

153. fundur 13. desember 2017 kl. 17:00 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017

Málsnúmer 1712002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Farið yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun og breytingar á launaáætlun. Bæjarráð mun vísa endanlegri tillögu til síðari umræðu í bæjarstjórn á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið 1. janúar - 30. nóvember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 27. nóvember 2017. Innborganir nema 907.215.139 kr. sem er 84,79% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 963.249.131 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Tekin fyrir drög að samningum við Björgunarsveitina Stráka, Björgunarsveitina Tind, Kiwanisklúbbinn Skjöld, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg um framkvæmd viðburða um jól og áramót.

    Samkvæmt drögum er samið við fyrrnefnda aðila til þriggja ára með möguleika á framlengingu á samningi.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Farið yfir ábendingar fulltrúa öldungaráðs til bæjarráðs. Á síðasta fundi öldungaráðs var rætt um að tekið yrði tillit til eldri borgara við verkefnið Heilsueflandi samfélag. Einnig bendir öldungaráð bæjarráði á að fjölga mætti setbekkjum á vinsælum gönguleiðum í sveitarfélaginu og að bæta mætti hálkuvarnir.

    Bæjarráð þakkar ábendingarnar og tekur jákvætt í þær.
    Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar.

    Farið var yfir gjaldskrá Tjarnarborgar.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útbúa drög að gjaldskrá fyrir næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lögð fram niðurstaða eldvarnarskoðunar á Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði sem framkvæmd var þann 30. nóvember sl.
    Engar athugasemdir eru gerðar í skýrslunni og eru eldvarnir í lagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands, dags. 30. nóvember sl., þar sem greint er frá því að breska ferðaskrifstofan Super Break muni standa fyrir flugferðum frá Bretlandi beint til Akureyrar í janúar og febrúar sem og næsta sumar og veturinn 2018-2019. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Tekin fyrir drög að samningi um samstarf Fjallabyggðar við Menntaskólann á Tröllaskaga vegna ecoMEDIAeurope ráðstefnu sem haldin verður af Menntaskólanum á Tröllaskaga í október 2018. Tilgangur samstarfsins er að Fjallabyggð styðji Menntaskólann á Tröllaskaga vegna ráðstefnunnar og að Menntaskólinn á Tröllaskaga kynni Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyþings sem haldinn var í Fjallabyggð dagana 10.-11. nóvember sl., ásamt skýrslu stjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lagt fram til kynningar erindi Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvanna vegna aðgengisverkefnis á vegum félagsins þar sem gerðar voru notendaúttektir á sundlaugum á svæðum aðildarfélaganna, m.t.t. aðgengis hreyfihamlaðra. Gerð var úttekt á sundlauginni á Siglufirði. Gerðar eru athugasemdir við aðgengi hreyfihamlaðra að sundlauginni enda aðgengi að henni verulega ábótavant. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Ábending barst til skipulags- og umhverfisnefndar frá Þórarni Hannessyni um að strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði rúmi ekki þann fjölda sem nemenda sem bíður eftir skólabílnum. Nefndin vísaði erindinu til bæjarráðs og óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Í umsögn deildarstjóra kemur fram að kostnaður við að kaupa og reisa stærra skýli sé 2.480.000 kr. án vsk. samkvæmt tilboði.

    Bæjarráð samþykkir kaup á nýju strætóskýli og verður kostnaðurinn færður af liðnum ýmis smáverk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lögð fram til kynningar ábending frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á því að þeim sé skylt að tryggja aðgengi að opinberum byggingum og þjónustu. Sveitarfélögum sé skylt að moka snjó og sanda frá bílastæði inn að dyrum, svo hreyfihamlað fólk komist sinnar leiðar, þar með talin bílastæðin, gangstíga og rampa. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, sem haldinn var 28. nóvember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. nóvember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 6. desember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar sem haldinn var 5.desember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 533. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017

Málsnúmer 1712004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Tekin til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

    1. Strætóskýli við Múlaveg

    Skipulags- og umhverfisnefnd beindi því til bæjarráðs 9. október 2017 að sett yrði upp strætóskýli við Múlaveg í Ólafsfirði.

    Bæjarráð hefur samþykkt kaup á stærra strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði vegna aukins fjölda farþega við þá stoppistöð. Strætóskýlið sem fyrir var verður flutt að Múlavegi í Ólafsfirði.

    2. Styrkumsókn frá Félagi eldri borgara í Ólafsfirði

    Félag eldri borgara í Ólafsfirði óskaði eftir styrk vegna viðgerðar á hurð í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði. Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 669.600 kr.

    3. Tekið fyrir erindi frá Kristjáni Haukssyni vegna tjaldsvæðisins Í Ólafsfirði, þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til þess að ljúka framkvæmdum við tjaldsvæðið á árinu 2018. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við tjaldsvæðið verði lokið á árinu. Grillhús hefur verið keypt og verður sett upp næstkomandi sumar. Einnig bendir Kristján á ýmislegt er varðar fegrun umhverfisins og vísar bæjarráð þeim ábendingum til skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarráð þakkar Krisjtáni fyrir ábendingarnar.

    4. Tekin fyrir ábending frá Inga Reyndal vegna umhirðu við vatnsbakka Ólafsfjarðarvatns við Bylgjubyggð. Bæjarráð þakkar Inga ábendinguna og vísar málinu til úrlausnar skipulags- og umhverfisnefndar.

    5. Tekið fyrir erindi frá Helga Jóhannssyni um heftingu á útbreiðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Bæjarráð þakkar Helga fyrir erindið. Ekki er gert sérstaklega ráð fyrir fjármagni til heftingar á útbreiðslu lúpínu í fjárhagsáætlun árið 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.2 1710094 Gjaldskrár 2018
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Tekin fyrir drög að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar og Hafnarsjóðs.

    Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum til afgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Tekin fyrir drög að gjaldskrá menningarhússins Tjarnarborgar fyrir árið 2018. Gjaldskráin hefur verið einfölduð og aðlöguð að notkun hússins.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Breytingartillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 lögð fram. Bæjarráð samþykkir að vísa svo breyttri fjárhagsáætlun til síðari umræðu bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Lagður fram rökstuðningur atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins vegna úthlutunar á byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018. Engum byggðakvóta var úthlutað til Siglufjarðar. Í svari ráðuneytisins kemur fram að afli hafi staðið í stað, aflahlutdeild hafi aukist og að vinnsla hafi aukist. Af þeim ástæðum fái Siglufjörður 0 punkta samkvæmt punktakerfi sem notast er við við útreikning á aflaheimildum til byggðalaga.

    Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Tekið fyrir erindi frá Torfa Finnssyni vegna ákvörðunar bæjarráðs um að hafna því að veita afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir fasteignina Lindargötu 24, Siglufirði. Óskað er eftir nánari rökstuðningi.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Tekið fyrir erindi frá Ikaupum ehf. er varðar fasteignina Aðalgötu 52, Ólafsfirði. Óskað er eftir afslætti af kaupverði vegna dráttar á afhendingu fasteignarinnar við kaup Ikaupa á fasteigninni af Fjallabyggð í ágúst 2016.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ræða við bréfritara í samræmi við það sem rætt var á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Lögð fram fundargerð 3. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2014-2018 sem haldinn var 29. nóvember 2017.

    Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12. desember 2017 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 93.fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 11.desember 2017 og 220.fundur skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn var 11.desember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 534. fundar bæjarráðs staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017

Málsnúmer 1711024FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Kristján Hauksson var boðaður á fund Fræðslu- og frístundanefndar til að fara yfir hugmynd sína og styrkumsókn fyrir mínígolfvöll í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Á fundinn mættu Þórarinn Hannesson formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar og Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir starfsmaður sambandsins. Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir bókun frá fundi nefndarinnar þann 1. nóvember s.l. og ákvörðun sína um að reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildafélaga UÍF verði óbreyttar. Ábendingar komu fram um orðalag viðauka við gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og leggur Fræðslu- og frístundanefnd til breytingar á orðalagi. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Endurskoðun reglna um Frístundastyrki. Uppfæra þarf reglurnar með tilliti til þeirra breytinga sem verða á styrknum fyrir árið 2018. Ákveðið hefur verið að styrkupphæðin hækki í kr. 30.000 og gefnar verði út sex ávísanir, hver að upphæð kr. 5000. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Fræðslu- og frístundanefnd hefur borist erindi þar sem óskað er eftir leyfi til að nýta frístundastyrk unglings í öðru sveitarfélagi þar sem viðkomandi stundar íþróttaæfingar með íþróttafélagi utan Fjallabyggðar.
    Fræðslu- og frístundanefnd hafnar erindinu.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Farið yfir Símenntunaráætlun skólaársins 2017-2018. Á þessu skólaári eru lagðar áherslur á námskeið í nýju vefviðmóti Mentor og námsmati með hæfniviðmiðum samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla svo og nýtingu snjalltækja í námi og kennslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Skólastjóri fór yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7.bekk sem lögð voru fyrir í september síðastliðnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins sem lögð var fyrir nemendur í 6.-10.bekk í október síðastliðnum. Niðurstöður verða aðgengilegar á heimasíðu grunnskólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar,.
    Skólastjóri fór yfir bréf sem skólastjórnendum og skólayfirvöldum barst frá Óskari Þórðarsyni fyrir hönd foreldra 2.bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Í bréfinu lýsa foreldrar yfir áhyggjum sínum af líðan og námsaðstæðum barna sinna í fjölmennum bekk. Í bréfinu eru settar fram fjórar spurningar sem óskað er svara við.
    Skólastjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, fyrir hönd Fræðslu- og frístundanefndar, munu svara spurningum foreldra. Fullur vilji bæjaryfirvalda hefur ávalt verið til að mæta því skipulagi skólastarfs sem skólastjórnendur telja best hverju sinni.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 5. desember 2017 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir hugmyndir að viðfangsefnum í Frístund eftir áramót. Kynningarefni verður sent til foreldra í næstu viku og skráning í Frístund fer fram fyrir jólafrí grunnskólans. Einnig voru lagðar fram tölulegar upplýsingar um þátttöku nemenda í Frístund. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11. desember 2017

Málsnúmer 1712001FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11. desember 2017 Tæknideild falið að gera breytingu á aðalskipulagi þannig að jörðin Ytri Gunnólfsá II verði skilgreind sem frístundabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11. desember 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11. desember 2017 Tæknideild falið að leita umsagna hjá hesthúsaeigendum og hestamannafélaginu Glæsi á Siglufirði. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Valur Þór Hilmarsson.

    Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11. desember 2017 Umsóknir þessar uppfylla skilyrði 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf í samræmi við 5. gr. samþykktarinnar. Bókun fundar Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11. desember 2017 Í ljósi aðstæðna er umbeðin undanþága veitt til 30. júní 2018. Að þeim tíma liðnum verða ekki frekari undanþágur veittar fyrir búfjárhald í húsinu. Nefndin vísar til bókunar bæjarráðs þar sem óskað hefur verið eftir við Samgöngustofu að Siglufjarðarflugvöllur verði skráður sem lendingarstaður. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11. desember 2017

Málsnúmer 1712003FVakta málsnúmer

  • 5.1 1710094 Gjaldskrár 2018
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11. desember 2017 Lögð fram tillaga að hækkun á gjaldskrá Hafnarsjóð Fjallabyggðar. Hækkunin er 2% að undanskildu aflagjaldi sem verður óbreytt og grunngjaldi fyrir vigtun sem lækkar úr kr. 1.450 í 1.200.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 93. fundar hafnarstjórnar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11. desember 2017 Sverrir Sævar Ólason óskar eftir stöðuleyfi fyrir gáma við öldubrjót norðan Óskarsbryggju.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar hafnarstjórnar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11. desember 2017 Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Fiskistofu í tilefni af umfjöllun um brottkast á fiski og misfellur í vigtun afla við löndun. Hægt er að kynna sér málið á eftirfarandi slóð:

    http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/eftirlit-med-brottkasti-og-endurvigtun-afla
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar hafnarstjórnar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11. desember 2017 Lagt fram til kynningar sameiginlegt bréf frá Hafnasambandi Íslands og Samgöngustofu um öryggismál í höfnum. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar hafnarstjórnar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11. desember 2017 Lögð fram til kynningar samantekt frá fundi samráðshóps Fiskistofu og hafnasambandsins þann 20. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar hafnarstjórnar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11. desember 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar hafnarstjórnar staðfest á 153. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611056Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar samþykkt í síðari umræðu með 7 atkvæðum.



7.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Síðari umræða um fjárhagsáætlun.

Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, Jón Valgeir Baldursson, Hilmar Þór Elefsen, Valur Þór Hilmarsson, Hilmar Þór Hreiðarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2018 og 2019-2021.

Steinunn María Sveinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:

Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrir árið 2018 er 181 mkr.
- Útsvarsprósenta er 14,48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára.
- Skatttekjur ársins 2018 eru áætlaðar 1.212 mkr., en útkomuspá ársins 2017 er 1.178 mkr.
- Heildartekjur 2018 verða 2.731 mkr., en eru áætlaðar 2.272 mkr. í útkomuspá 2017.
- Gjöld ársins 2018 eru áætluð 2.529 mkr., en eru 2.094 mkr. fyrir árið 2017.
- Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 4.818 mkr. og eigið fé er 2.992 mkr. eða 62% eiginfjárhlutfall.
- Skuldir og skuldbindingar hækka aðeins á milli ára, sem eru tilkomnar vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga og eru áætlaðar 1.826 mkr. Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 67% fyrir 2018.
- Vaxtaberandi skuldir eru 405 mkr., en voru 536 mkr. árið 2015.
- Veltufé frá rekstri er áætlað tæplega 440 mkr., sem er tæplega 16,1%.

Við gerð fjárhagsáætlunar er lögð áhersla á styrkingu innviða sveitarfélagsins og bætta þjónustu.
Framkvæmt verður fyrir 315,7 milljónir á árinu og eru helstu framkvæmdir:

a) Skólalóðir leikskóla og grunnskóla 70 mkr.
b) Yfirlagnir malbiks og götur 50.5 mkr.
c) Holræsa- og vatnsveitukerfi 104.5 mkr.
d) Göngustígar og gangstéttir 15 mkr.
e) Framkvæmdir á stofnunum eignasjóðs 20 mkr.

Þá er gert ráð fyrir fjármagni til smærri umhverfisverkefna til fegrunar bæjarkjarnanna. Vinnuskóli Fjallabyggðar verður efldur sem og starfsemi þjónustumiðstöðvar.
Af mörgu er að taka í áætluninni en m.a. er brugðist við þörfum grunnskólans vegna breytts kennslufyrirkomulags og fest eru kaup á búnaði til íþróttakennslu og nýjum tölvubúnaði. Nýr fundarbúnaður verður settur upp í báðum sölum Tjarnarborgar og ný saunahús verða sett upp í sundlaugum Fjallabyggðar. Áfram verður unnið að innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi samfélag og hækkar frístundastyrkur til barna úr 20.000 kr. í 30.000 kr. árið 2018. Félagsstarf og dagvist aldraðra hefur verið eflt í Ólafsfirði og mun starfsemin í auknum mæli fara fram í Húsi eldri borgara.
Fest verða kaup á nýjum mannskapsbíl fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar á Siglufirði, framlög aukin til búnaðarkaupa og húsnæði slökkviliðsins í Ólafsfirði klætt að utan að hluta. Helstu viðhaldsverkefni á fasteignum Fjallabyggðar eru endurnýjun á innanhússklæðningu í íþróttahúsi á Siglufirði, utanhússviðgerðir á Ráðhúsi, viðhald á húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga auk viðhaldsverkefna innanhúss á félagslegu leiguhúsnæði í Ólafsfirði.

Gjaldskrárhækkunum er stillt í hóf og gjaldskrár einfaldaðar eftir þörfum. Almennt hækka gjaldskrár um 2% á milli ára en verð á skólamáltíðum í Grunnskóla Fjallabyggðar verður ekki hækkað á árinu 2018.

Rekstur Fjallabyggðar er afar traustur þrátt fyrir lægri tekjur á árinu sem er að líða, sem orsakast fyrst og fremst af sjómannaverkfalli og lægra fiskverði. Stærsta breytingin á rekstri sveitarfélagsins á árinu 2017 sem og 2018 er breytt rekstrarfyrirkomulag dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku sem er orðið að B-hluta fyrirtæki innan Fjallabyggðar. Taka verður tillit til þess þegar gerður er samanburður milli ára. Einskiptisgreiðsla frá Jöfnunarsjóði vegna leiðréttingar fyrir árið 2016 verður nýtt til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins og er skuldahlutfall þess afar lágt.

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra, deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála og öðrum starfsmönnum bæjarfélagsins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og ánægjulegt samstarf. Bæjarstjórn óskar íbúum Fjallabyggðar gleðilegrar hátíðar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2018 og 2019-2021.

Fundi slitið - kl. 18:30.