Bæjarráð Fjallabyggðar

534. fundur 12. desember 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018

Málsnúmer 1702002Vakta málsnúmer

Tekin til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

1. Strætóskýli við Múlaveg

Skipulags- og umhverfisnefnd beindi því til bæjarráðs 9. október 2017 að sett yrði upp strætóskýli við Múlaveg í Ólafsfirði.

Bæjarráð hefur samþykkt kaup á stærra strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði vegna aukins fjölda farþega við þá stoppistöð. Strætóskýlið sem fyrir var verður flutt að Múlavegi í Ólafsfirði.

2. Styrkumsókn frá Félagi eldri borgara í Ólafsfirði

Félag eldri borgara í Ólafsfirði óskaði eftir styrk vegna viðgerðar á hurð í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði. Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 669.600 kr.

3. Tekið fyrir erindi frá Kristjáni Haukssyni vegna tjaldsvæðisins Í Ólafsfirði, þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til þess að ljúka framkvæmdum við tjaldsvæðið á árinu 2018. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við tjaldsvæðið verði lokið á árinu. Grillhús hefur verið keypt og verður sett upp næstkomandi sumar. Einnig bendir Kristján á ýmislegt er varðar fegrun umhverfisins og vísar bæjarráð þeim ábendingum til skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarráð þakkar Krisjtáni fyrir ábendingarnar.

4. Tekin fyrir ábending frá Inga Reyndal vegna umhirðu við vatnsbakka Ólafsfjarðarvatns við Bylgjubyggð. Bæjarráð þakkar Inga ábendinguna og vísar málinu til úrlausnar skipulags- og umhverfisnefndar.

5. Tekið fyrir erindi frá Helga Jóhannssyni um heftingu á útbreiðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Bæjarráð þakkar Helga fyrir erindið. Ekki er gert sérstaklega ráð fyrir fjármagni til heftingar á útbreiðslu lúpínu í fjárhagsáætlun árið 2018.

2.Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1710094Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar og Hafnarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum til afgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

3.Tjarnarborg - einföldun gjaldskrár

Málsnúmer 1711069Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að gjaldskrá menningarhússins Tjarnarborgar fyrir árið 2018. Gjaldskráin hefur verið einfölduð og aðlöguð að notkun hússins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

4.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Breytingartillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 lögð fram. Bæjarráð samþykkir að vísa svo breyttri fjárhagsáætlun til síðari umræðu bæjarstjórnar.

5.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018

Málsnúmer 1709045Vakta málsnúmer

Lagður fram rökstuðningur atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins vegna úthlutunar á byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018. Engum byggðakvóta var úthlutað til Siglufjarðar. Í svari ráðuneytisins kemur fram að afli hafi staðið í stað, aflahlutdeild hafi aukist og að vinnsla hafi aukist. Af þeim ástæðum fái Siglufjörður 0 punkta samkvæmt punktakerfi sem notast er við við útreikning á aflaheimildum til byggðalaga.

6.Beiðni um afslátt á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1706016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Torfa Finnssyni vegna ákvörðunar bæjarráðs um að hafna því að veita afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir fasteignina Lindargötu 24, Siglufirði. Óskað er eftir nánari rökstuðningi.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.

7.Kauptilboð - Aðalgata 52 Ólafsfirði

Málsnúmer 1606011Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ikaupum ehf. er varðar fasteignina Aðalgötu 52, Ólafsfirði. Óskað er eftir afslætti af kaupverði vegna dráttar á afhendingu fasteignarinnar við kaup Ikaupa á fasteigninni af Fjallabyggð í ágúst 2016.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ræða við bréfritara í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

8.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar

Málsnúmer 1703022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2014-2018 sem haldinn var 29. nóvember 2017.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 93.fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 11.desember 2017 og 220.fundur skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn var 11.desember 2017.

Fundi slitið - kl. 13:00.