Bæjarráð Fjallabyggðar

459. fundur 02. ágúst 2016 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Heimild til útboðs á tjaldsvæði að Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1607048Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti útboðs- og verklýsingu í tengslum við gerð útivistar og tjaldsvæði að Leirutanga í Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að heimila lokað útboð til eftirfarandi aðila:
Bás ehf
Árni Helgason ehf
Smári ehf og
Sölvi Sölvason.

Tilboð verða opnuð 9. ágúst 2016, kl. 11:00.

2.Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 1607013Vakta málsnúmer

Á 456. fundi bæjarráðs, 26. júlí 2016, var lagt fram minnisblað frá deildarstjóra félagsmáladeildar, dagsett 12. júlí 2016, ásamt tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkti að taka tillögu að lögreglusamþykkt til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu að lögreglusamþykkt fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar í september 2016.

3.Heimtaug á höfninni - Verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns

Málsnúmer 1607047Vakta málsnúmer

Í tengslum við endurbyggingu bæjarbryggju á Siglufirði, upplýsti bæjarstjóri um viðræður við Rarik um heimtaug að höfninni.
Að mati Rarik þarf Fjallabyggð að útvega húsnæði fyrir spennistöð þannig að hægt verði að afhenda rafmagn með 630A heimtaug að höfninni.
Veituhúsið hefur verið stækkað frá hefðbundinni hönnun með það í huga að hægt sé að koma þar fyrir spenni frá Rarik.

4.Sala á Aðalgötu 15, Ólafsfirði

Málsnúmer 1607023Vakta málsnúmer

Á 455. fundi bæjarráðs, 13. júlí 2016, var samþykkt kauptilboð í Aðalgötu 15, Ólafsfirði.

Samkvæmt 6. grein samþykkta fyrir sjálfseignastofnunina Sigurhæða ses., sem bæjarstjórn staðfesti 20. maí 2014, var samþykkt að Fjallabyggð legði til Sigurhæða, húseignina að Aðalgötu 15, Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að andvirði sölunnar kr. 16 milljónir að frádregnum sölukostnaði, tryggingum og fasteignagjöldum verði færður Sigurhæðum að gjöf.

Málinu jafnframt vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

5.Verðkönnun vegna endurnýjunar á þaki Tjarnarborgar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1607050Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti verklýsingu vegna endurnýjunar á þaki Tjarnarborgar í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir heimild til gerðar verðkönnunar og að eftirtöldum aðilum í Fjallabyggð auk Tréverks á Dalvík og Ferningum ehf Hafnarfirði, verði gefinn kostur á að taka þátt í henni:
Berg ehf
Trésmíði ehf
GJ smiðir
Minný ehf
Magnús Eiríksson
L-7 ehf og
ÓHK Trésmíðar ehf.

6.Staða viðhaldsframkvæmda 2016

Málsnúmer 1607051Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit frá deildarstjóra tæknideildar með stöðu viðhaldsverkefna á árinu.

7.Eigendastefna fyrir þjóðlendur

Málsnúmer 1510100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett 27. júlí 2016, er varðar tillögu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur og ósk ráðuneytis um að ábendingum og athugasemdum verði komið á framfæri fyrir 1. september 2016.

8.Áskorun um að koma upp leikvelli á Hlíðarvegi Ólafsfirði

Málsnúmer 1607041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bergdísi Helgu Sigursteinsdóttur, Hlíðarvegi 23 Ólafsfirði, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að þau komi upp leikvelli við Hlíðarveg.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

9.Umsókn um námsleyfi veturinn 2016 - 2017

Málsnúmer 1607039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hrefnu Katrínar Svavarsdóttur, dagsett 21. júlí 2016, er varðar ósk um launað og ólaunað námsleyfi veturinn 2016 til 2017. Um er að ræða undirbúningsnám fyrir talmeinafræði.

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar.
Jafnframt er þess óskað að leikskólastjóri og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála komi á fund bæjarráðs.

10.Lóðarmörk Tjarnagötu 16, 18 og 20, Siglufirði

Málsnúmer 1603107Vakta málsnúmer

Lögð fram kæra til Innanríkisráðuneytis, dagsett 22, júlí 2016, frá lögmönnum lóðarhafa að Tjarnargötu 16, Siglufirði, þar sem mótmælt er málsmeðferð Fjallabyggðar í málinu.

Einnig var lagt fram erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett, 22. júlí 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Fjallabyggðar vegna kærunnar. Umsögn þarf að hafa borist eigi síðar en 12. ágúst 2016.

Einnig lagðar fram undirritaðar yfirlýsingar vegna lóðamarkabreytinga fyrir Tjarnargötu 18 og 20 Siglufirði, þar sem lóðir viðkomandi lóðarhafa eru skertar án bóta.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og lögmanni að svara Innanríkisráðuneytinu.

11.Almennar íbúðir - Mögulegt samstarf sveitarstjórnar og Búseta á Norðurlandi

Málsnúmer 1607038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Búseta á Norðurlandi, dagsett 15. júlí 2016, er varðar mögulegt samstarf sveitarfélaga og Búseta á Norðurlandi um byggingu leiguíbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27. júlí 2016

Málsnúmer 1607011FVakta málsnúmer

Tekin til afgreiðslu fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. júlí 2016.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27. júlí 2016 Minjastofnun auglýsir eftir styrkjum úr húsafriðunarsjóði vegna verndarsvæða í byggð.

    Tæknideild falið að sækja um styrk vegna sérstakrar úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 459. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27. júlí 2016 Lagt fram til kynningar bréf fyrrum eiganda Aðalgötu 6, Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 459. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27. júlí 2016 Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús Gunnarsholti.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 459. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27. júlí 2016 Endurnýjun lóðarleigusamnings Hólavegur 12.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 459. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27. júlí 2016 Nefndin bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald þá ber Fjallabyggð að tryggja sem best að girðingar um þéttbýlissvæðin séu fjárheldar. Leggur nefndin til að girt verði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás. Bókun fundar Í lið 5 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar leggur nefndin til að girt verði betur afmörkun þéttbýlisins við frístundabyggð á Saurbæjarás, Siglufirði.

    Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27. júlí 2016 Umsókn um leyfi til að byggja sólpall að Aðalgötu 15, Siglufirði við lóðarmörk Fjallabyggðar (gangstétt).

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 459. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27. júlí 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 459. fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.