Bæjarráð Fjallabyggðar

268. fundur 28. ágúst 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Aðalfundur Seyru ehf 31. ágúst 2012

Málsnúmer 1208063Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Seyru ehf. n.k föstudag.
Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs, Ólafi H. Marteinssyni  umboð sveitarfélagsins á fundinum.

2.Gangstétt við norðurhlið Hvanneyrarbrautar 19 Siglufirði

Málsnúmer 1208057Vakta málsnúmer

Í erindi eiganda Hvanneyrarbrautar 19 Siglufirði er þess óskað að sveitarfélagið geri við gangstétt, sem er brotin, norðan við húsið. Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs.

3.Niðurfelling á gatnagerðargjaldi - Lindargata 24 Siglufirði

Málsnúmer 1208065Vakta málsnúmer

Í erindi eigenda Lindargötu 24 Siglufirði er þess óskað að gatnagerðargjald sem lagt var á 1999, en ekki greitt og þinglýst sem kvöð á viðkomandi húseign, verði fellt niður.
Erindi hafnað.

4.Óskað eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Málsnúmer 1208058Vakta málsnúmer

Í erindi fjármálaráðherra, formanns félags forstöðumanna ríkisstofnana og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga er óskað eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu í tengslum við Nýsköpunarráðstefnu 30. október n.k.  Skilafrestur er til 21. september 2012.

5.Lóðarleigusamningur, Kirkjuvegur 16

Málsnúmer 1208036Vakta málsnúmer

I tveggja af fjórum eigendum húsnæðis að Kirkjuvegi 16, Ólafsfirði, er sett fram með formlegum hætti viðhorf varðandi lóðarleiguréttindi lóðarinnar að Kirkjuvegi 16 og lóðar norðan við það hús við Standgötu.

Bæjarráð telur rétt að gerður sé nýr lóðarleigusamningur varðandi Kirkjuveg 16.
Gera þarf nýjan lóðarleigusamning varðandi baklóð er snýr að Strandgötu, við eigendur Kirkjuvegar 16, enda sé um það samkomulag við alla eigendur.

6.Snjóflóðavarnir í Siglufirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1106111Vakta málsnúmer

Tilboð í framkvæmdir við bráðabirgðaveg við Snjóflóðavarnir á Siglufirði voru opnuð þann 8. ágúst s.l. hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.
Fimm gild tilboð bárust:
Norðurtak ehf. 13.715.000 - 49,10% af kostnaðaráætlun
ÍSAR ehf. 13.745.000 - 49,21%
Finnur ehf. 19.448.700 - 69,63%
G. Hjalmarsson hf. 25.400.000 - 90,94%
Reisum ehf. 30.885.000 - 110,58%

Kostnaðaráætlun 27.931.000 - 100,00%

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur lokið yfirferð tilboða í verkið og mælir með því að tilboði Norðurtaks ehf. að fjárhæð kr. 13.715.000 verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Norðurtaks ehf.

7.Umsókn um styrki 2013

Málsnúmer 1208056Vakta málsnúmer

Þar sem vinnu við fjárhagsáætlunargerð þarf að ljúka fyrr en áður í ljósi nýrra sveitarstjórnarlaga, þarf að auglýsa eftir ábendingum og umsóknum um styrki vegna 2013.
Bæjarráð samþykkir að að frestur til að sækja um styrki sé til 25. september.

8.Viðbót við innkaupareglur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1204079Vakta málsnúmer

Í tengslum við endurskoðun KPMG vegna ársins 2011 komu m.a. fram ábendingar eftir stjórnsýsluskoðun um að bæta þyrfti við innkaupareglur Fjallabyggðar með hvaða hætti heimild til að stofna til útgjalda er úthlutað til einstakra starfsmanna sveitarfélagsins og einnig reglur um viðskipti við tengda aðila.

Tillögu um viðbót við 7. gr. innkaupareglna um "Umsjón og ábyrgð á innkaupum/útgjaldaheimildir"  var vísað til heildarendurskoðunar innkaupareglna, sem er í vinnslu.
Tillögu um nýja 23. grein í innkaupareglum "Tengdir aðilar" og að aðrar fái nýtt númer, verði 24. grein og 25. grein. var vísað til heildarendurskoðunar innkaupareglna, sem er í vinnslu.

9.Ósk um að setja upp fjárrétt á gamla flugvellinum

Málsnúmer 1208069Vakta málsnúmer

Guðmundur Garðarsson f.h. Hobbýfjárbænda óskar eftir því að fá að setja upp til prufu fjárrétt á gamla flugvellinum í Ólafsfirði með það í huga að ef vel takist til verði sótt um að fá að setja upp varanlega fjárrétt.
Bæjarráð samþykkir stöðuleyfi til bráðabirgða nú í haust.

10.Breyting á íbúaskrá Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1208055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir aðflutta og brottflutta íbúa í Fjallabyggð 1. janúar til 15. ágúst 2012. 
Íbúum hefur fækkað um 35 frá 1. desember 2011 og eru nú 2014. 

11.Í upphafi skólaárs

Málsnúmer 1208067Vakta málsnúmer

Velferðarvaktin sendir sveitarstjórnum kveðjur sínar i upphafi skólaárs og fagnar um leið aðgerðum skólastjórnenda til að tryggja velferð barna i kjölfar efnahagshrunsins. Rannsóknir hafi sýnt að afleiðingar efnahagskreppu koma oft fram hjá börnum eftir þrjú til fimm ár.

12.Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði

Málsnúmer 1203024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir verkfunda 1. og  2.-3. áfanga.

13.Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði

Málsnúmer 1203024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. verkfundar frá 9. ágúst 2012.

Fundi slitið - kl. 19:00.