Lóðarleigusamningur, Kirkjuvegur 16

Málsnúmer 1208036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 268. fundur - 28.08.2012

I tveggja af fjórum eigendum húsnæðis að Kirkjuvegi 16, Ólafsfirði, er sett fram með formlegum hætti viðhorf varðandi lóðarleiguréttindi lóðarinnar að Kirkjuvegi 16 og lóðar norðan við það hús við Standgötu.

Bæjarráð telur rétt að gerður sé nýr lóðarleigusamningur varðandi Kirkjuveg 16.
Gera þarf nýjan lóðarleigusamning varðandi baklóð er snýr að Strandgötu, við eigendur Kirkjuvegar 16, enda sé um það samkomulag við alla eigendur.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26.09.2012

Eigendur Kirkjuvegar 16 sækja um breytingar á húseigninni samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Að auki er lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir húseignina.

 

Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26.05.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Hrafnhildi Eyjólfsdóttur, Alexander Eyjólfssyni og Elsu Walderhaug þar sem þau lýsa óánægju sinni með lóðarleigusamning sem var samþykktur á 144. fundi nefndarinnar í kjölfar bókunar 268. fundar bæjarráðs.

Nefndin ítrekar bókun bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem fram kemur eftirfarandi: "Bæjarráð telur rétt að gerður sé nýr lóðarleigusamningur varðandi Kirkjuveg 16 Ólafsfirði. Gera þarf nýjan lóðarleigusamning varðandi baklóð er snýr að Strandgötu, við eigendur Kirkjuvegar 16, enda sé um það samkomulag við alla eigendur".