Bæjarráð Fjallabyggðar

850. fundur 01. nóvember 2024 kl. 10:00 - 11:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Til fundarins mætti Kristín Martha Hákonardóttir, sérfræðingur hjá Ofanflóðasjóði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fulltrúa Ofanflóðasjóðs fyrir komuna á fundinn og yfirferð á stöðu erindis Fjallabyggðar til stofnunarinnar. Stofnunin gerir ráð fyrir að svara erindi sveitarfélagsins þegar úttekt stofnunarinnar og sérfræðinga hennar lýkur, sem ráðgert er verði fyrir lok ársins.

2.Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að uppfærðu skipuriti tæknideildar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og í samráði við mannauðs- og ráðningarfyrirtæki og leggja tillögur að starfslýsingum og auglýsingum fyrir bæjarráð.

3.Beiðni um styrk frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.

Málsnúmer 2410124Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi beiðni Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um styrk til að greiða kostnað vegna vallarleigu utan sveitarfélagsins, kostnaðaryfirlit vegna umrædds kostnaðar, og afrit af reikningum vegna tiltekinnar vallarleigu. Í kostnaðaryfirlitinu er einnig samantekinn kostnaður vegna aksturs.
Samþykkt
Þar sem KF hefur ekki aðstöðu til að stunda æfingar innan sveitarfélagsins að vetri til er lagt til að styrka félagið um allt að kr. 1.700.000, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu. Bæjarráð samþykkir framlagða reikninga vegna leigu á æfingaaðstöðu.

4.Styrkumsókn fyrir árið 2025 - Stígamót

Málsnúmer 2410125Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi beiðni Stígamóta um fjárstuðning og samstarf um rekstur samtakanna fyrir árið 2025.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

5.Ágóðahlutagreiðsla 2024

Málsnúmer 2410110Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutagreiðslu 2024. Í erindinu kemur fram að arðgreiðsla EBÍ til Fjallabyggðar sé 1.233.500,-.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð leggur til að ágóðahlutagreiðsla verði eyrnamerkt brunavörnum við gerð fjárhagsáætlunar 2025.

6.Áskorun til bæjar- og sveitarstjórna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2410120Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi formleg áskorun kennara og stjórnenda á Norðurlandi eystra til allra bæjar- og sveitarstjórna á Norðurlandi eystra varðandi skólamál.
Skorað er á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu um kennara og skólastarf.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.