Styrkbeiðni - Tales of the Nature Spirits, Connecting with the realms around us for future generations

Málsnúmer 2411090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 853. fundur - 22.11.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi styrkbeiðni Huldustígs ehf., vegna verkefnisins Tales of the Nature Spirits, Connecting with the realms around us for future generations, sem felur í sér alþjóðlegt samstarf með ráðstefnu og fjölbreyttum vinnustofum á Akureyri vorið 2025.

Verkefnið leiðir saman fræðafólk víðsvegar að úr heiminum, listafólk og almenning sem er annt um þann óáþreifanlega menningararf sem Íslendingar eiga, sem snýr að álfum, huldufólki og öðrum huliðsverum og náttúru vættum.
Þar verður sjónum beint að óáþreifanlegum menningararfi á heildrænan hátt út frá heimildum okkar gegnum þjóðtrú og reynslu, auk þess sem áhrifum huliðsheima á skapandi greinar verða gerð góð skil. Lögð er áhersla á að tengja saman kynslóðir, fræðafólk og íbúa með ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn.
Synjað
Bæjarráð þakkar innsent erindi en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.