Skíðasvæði í Ólafsfirði - rekstur, uppbygging og viðhald

Málsnúmer 2410113

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 08.11.2024

Til fundarins mætti Kristján Hauksson, formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar til þess að fara yfir starfsemi og rekstur skíðafélagsins, ásamt uppbyggingu og viðhaldi íþróttamannvirkja í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Kristjáni Haukssyni fyrir komuna á fundinn og fyrir góða kynningu á starfi Skíðafélags Ólafsfjarðar. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að uppfæra drög að samningi við SÓ í samræmi við umræður á fundinum. Markmið nýs samnings er að gerður verði fjögurra ára samningur við SÓ þar sem félagið tekur að sér rekstur, viðhald mannvirkja ásamt uppbyggingu svæðisins.