Skipulag og starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 2406004

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 24.06.2024

Skólastjóri fer yfir undirbúning og skipulagningu komandi skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Skólastjóri fór yfir skipulag og útlit í starfsmannamálum fyrir upphaf næsta skólaárs. Næsta vetur er útlit fyrir að nemendafjöldi leikskólans verði samtals 105. 45 nemendur verða á Leikhólum og 60 nemendur á Leikskálum.
Einnig sagði skólastjóri nefndarmönnum frá heimsókn erlendra gesta í leikskólann á vordögum. Þessi heimsókn er samstarfsverkefni nokkurra leikskóla frá Danmörku, Noregi, Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Samtals komu níu gestir í heimsókn í skólann. Gestirnir fengu kynningu á starfi leikskólans í báðum starfsstöðvum ásamt því að heimsækja söfn og listamenn. Áherslan í heimsókninni var "Náttúran og útikennsla".