Frístundavefur Fjallabyggðar

Málsnúmer 2405010

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 03.06.2024

Í lok janúarmánaðar hófst samstarf verkefnastjóra frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Landssambandi eldri borgara, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Samstarfsverkefnið er sprottið út frá hluta af aðgerðaráætlun verkefnisins Gott að eldast (B1, C1 og C3) og Bjartur lífsstíll. Í kjölfar þess eru sveitarfélög hvött til að setja upp heilstæð yfirlit yfir frístundir sem í boði eru í sveitarfélögum.

Hugmynd er uppi um að koma á fót Frístundavef fyrir Fjallabyggð sem héldi utan um alla þá afþreyingu og námskeið sem í boði eru í Fjallabyggð hverju sinni fyrir alla aldurshópa.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd líst vel á hugmyndina um gerð frístundavefs fyrir Fjallabyggð og leggur til við bæjarráð að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 verði gert ráð fyrir fjármagni til verksins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 07.06.2024

Á 140.fundi sínum, 3. júní sl. vísaði Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar tillögu um gerð Frístundavefs Fjallabyggðar til bæjarráðs.
Bæjarráð þakkar fræðslu- og frístundanefnd fyrir tillögurnar og fagnar framtakinu. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er veitt heimild til þess að afgreiða málið og koma Frístundavef Fjallabyggðar í loftið. Bæjarráð felur einnig deildarstjóra að óska eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar um hvort vilji sé fyrir sameiginlegum frístundavef.