Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2404082
Endurnýjun á þaki Lækjargötu 14
Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 8. maí 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra og samþykkir hlutdeild sveitarfélagsins vegna kostnaðar á endurnýjun þaks á Lækjargötu 14, með fyrirvara um samþykki meðeigenda.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.3
2403014
Reglur Fjallabyggðar um stofnframlög
Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 8. maí 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til umræðu og samþykktar bæjarstjórnar. Bæjarráð telur að ekki þurfi að skipa sérstaka nefnd að svo stöddu til þess að fara yfir umsóknir.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.4
2309088
Beiðni um fast framlag vegna Kvíabekkjarkirkju
Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 8. maí 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.