Fundargerð félagsmálanefndar er í tveimur liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
.2
2404015
Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóðir
Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 154 fundur - 7. apríl 2024.
Félegsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að óska eftir því við bæjaryfirvöld að lóðirnar að Gránugötu 8, Gránugötu 12 á Siglufirði og Hvanneyrarbraut 27 á Siglufirði verði teknar frá og verði ekki til almennrar úthlutunar þar sem nú er í undirbúningi að skipuleggja uppbyggingu á búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og koma þessar lóðir vel til greina, en á þessu stigi málsins liggur ekki fyrir hvaða lóð eða lóðir kunna að verða fyrir valinu. Jafnframt er óskað eftir því að hafin verði undirbúningur að deiliskipulagi fyrir væntanlega starfsemi búsetuþjónustu fatlað fólks. Gert er ráð fyrir byggingarmagni sem nemur 5-6 íbúðum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu félagsmálanefndar með 7 atkvæðum.