Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Helgi Jóhansson, Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 6. lið fundargerðarinnar.
.2
2401049
Framlög til stjórnmálasamtaka 2024
Bæjarráð Fjallabyggðar - 817. fundur - 19. janúar 2024.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.6
2401052
Hitaveitumál í Ólafsfirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 817. fundur - 19. janúar 2024.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferð á málefnum hitaveitunnar í Ólafsfirði. Bæjarráð ákveður í ljósi þess að gangstéttir eru nú hreinsaðar með kerfisbundnari hætti en áður, og þeirrar staðreyndar að hitaveitan í Ólafsfirði er komin nálægt þolmörkum, að hitun gangstétta á vegum sveitarfélagsins verði hætt þar til annað verður ákveðið. Mikilvægt er að þegar hitun verður hætt að tryggja tæmingu röra þannig að þau verði ekki fyrir skemmdum.
Bæjarráð telur einsýnt í ljósi stöðunnar að Norðurorka breyti forgangsröðun sinni og flýti framkvæmdum í tengslum við hitaveituna í Ólafsfirði. Mikilvægt er að borun nýrrar holu í Ólafsfirði verði flýtt eins og kostur er. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með stjórn Norðurorku hið fyrsta.
Bókun fundar
Helgi Jóhannsson H-lista óskar bókað:
H-listinn harmar það að nú sé svo komið að ekki er nægjanlegt heitt vatn yfir kaldasta tímann í Ólafsfirði og við því þarf að bregðast með því að loka fyrir upphitun á gangstéttum og sparkvelli í Ólafsfirði.
Elstu upphituðu gangstéttarnar eru líklega frá því fyrir 1990 og eru ekki með stýringar eins og gengur í dag og hafa fengið lítið eða ekkert viðhald.
H-listinn leggur til að tæknideild verði falið að gera eða láta gera úttekt á öllum gangstéttum í Ólafsfirði og stöðu hvers kerfis. Hvaða leiðir eru í stöðunni til að minnka það vatn sem rennur í gegnum stéttarnar, því eins og kemur fram í erindi Norðurorku, þá er hægt að minnka heitavatnsnotkun með varmaskiptum. Þarna gæti verið um mikið magn að ræða sem sparast og þá ódýrara fyrir bæjarsjóð og minni líkur á að til skerðinga þurfi að koma.
Heita vatnið eru mikil gæði og mikilvægt að ganga um þá auðlind af virðingu.
H-listinn bendir á að það skiptir íbúa, ekki síst eldri borgara, miklu máli að geta gengið um auðar gangstéttar í stað þess að þreifa sig áfram á klaka eins og oft gerist og má segja að þetta sé lýðheilsumál.
H-listinn hvetur Norðurorku til að flýta því, ef nokkur kostur er, að hefja borun eftir heitu vatni sem fyrst.
A-listinn og D-listinn leggja fram eftirfarandi bókun.
Í ljósi núverandi stöðu hitaveitunnar er ekki verjandi annað en að stöðva hitun gangstétta, enda er það óhjákvæmileg forgangsröðun. Þá vill meirihlutinn benda á að ekki er verið að hætta hitun sparkvalla eða annarra mannvirkja á vegum sveitarfélagsins.
Meirihlutinn vill benda á að nú þegar er búið að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórn Norðurorku þar sem þess verður krafist að borunum í Ólafsfirði verði flýtt í ljósi stöðunnar.
Á meðan ekki liggja fyrir viðbrögð stjórnar Norðurorku telur meirihlutinn ekki forsvaranlegt að heitt vatn sé yfir höfuð notað til snjóbræðslu gangstétta. Sérstaklega þegar verklag við mokstur og hálkuvarnir hefur verið bætt mikið á síðustu árum. Að því sögðu þá hafnar meirihluti bæjarstjórnar tillögu H-listans.