Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 18. janúar 2024.

Málsnúmer 2401003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 238. fundur - 25.01.2024

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 3 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • .1 2309073 Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 18. janúar 2024. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu að úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til menningarmála sl. haust og bárust 14 umsóknir. Umsækjendur eiga von á svarbréfi í lok janúarmánaðar. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .2 2401008 Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2024
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 18. janúar 2024. Árlega er efnt til úthlutunarhátíðar þar sem afhending styrkja og útnefning bæjarlistamanns fer fram. Ákveðið að úthlutunarhátíðin verði i byrjun mars 2024 í Tjarnarborg. Auglýst þegar nær dregur. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.