Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307

Málsnúmer 2312007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 238. fundur - 25.01.2024

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, 6, 7, 8 og 10.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • .2 2306030 Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Nefndin samþykkir framlagðar breytingar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .3 2208059 Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu og breyting á aðalskipulagi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir grjótgarði meðfram fyrirhugaðri uppbyggingu á svæðinu til varnar landbroti. Það er talin næg vörn gegn mögulegri flóðahættu sem Veðurstofan bendir á en auk þess er svæðið í yfir 3 metra hæð yfir sjávarmáli.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag brimbrettasvæðis við Brimnestungu og breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar.
    Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .4 2310063 Umsókn um lóð undir dreifistöð Rarik
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Varðandi kvöð um innkeyrslu sem er skráð á lóðina Snorragötu 6 og hefur verið frá því deiliskipulagið var upphaflega hannað, þá snýst það um að ekki séu fleiri innkeyrslu-stútar inn á Snorragötu með tillit til umferðaröryggis og kröfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Með þessari breytingartillögu er lagt til að samnýta þann innkeyrslustút fyrir Snorragötu 4A líka. Það er ekki ætlunin að lóðarhafi Snorragötu 6 þurfi að tryggja aðgengi að spennistöðinni, heldur að Rarik sé heimilt að komast að lóð sinni þarna í gegn, hvort sem það er á bíl eða gangandi.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi við Snorragötu 2-6 verði samþykkt.
    Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .6 2110027 Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 22-28
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .7 2110028 Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 11-13
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .8 1506027 Skúr Vesturgötu 5 / Ólafsvegi 2 - Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Erindi hafnað. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .10 2312047 Uppfærsla á snjómokstursplani vegna Freyju
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Nefndin leggur til að settur verði í fyrsta forgang mokstur frá gatnamótum Túngötu og Ránargötu niður að Óskarsbryggju. Nefndin óskar einnig eftir því að kannaður verði möguleiki á að Vegagerðin taki yfir mokstur á þessum vegkafla. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.