Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.2
2306030
Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 306. fundur - 6. desember 2023.
Nefndin samþykkir að fella út lóðir við Háveg 64 og 67 í samræmi við athugasemdir Veðurstofu Íslands. Einnig er lagt til að fækka íbúðum og draga úr byggingarmagni á nýjum lóðum syðst á suðurgötu svo nýbyggingar verði ekki stór hluti heildarbyggingarmagns svæðisins, eins og Veðurstofan bendir á í umsögn sinni. Lagfæra skal orðalag í gr.3.2.1 í greinargerð og bæta við upplýsingum um umsagnarskyld hús á svæðinu, þ.e. Suðurgötu 58,60 og Háveg 59. Nefndin samþykkir að skipuleggja græn svæði syðst á Suðurgötu og Laugarvegi, auk þess að leiksvæði við Laugarveg mun halda sér í óbreyttri mynd.
Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar þegar búið er að uppfylla ofangreindar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.
.6
2311012
Gjaldskrár 2024
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 306. fundur - 6. desember 2023.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár. Vísað til samþykktar fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.