Aðkoma og bílastæði við Hlíðarveg 1c, 3c og 7c.

Málsnúmer 2308010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 799. fundur - 11.08.2023

Tekið fyrir erindi Kristínar Guðbrandsdóttur og Ásu Bjarkar Stefánsdóttur. Málefnið var aðkoma að Hlíðarvegi 1c, 3c og 7c. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að bæta aðkomu og bílastæði við húsin.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar íbúum fyrir erindið og felur tæknideild að skila greinargerð um hvaða leiðir séu í boði til þess að bæta aðgengi að húsunum sem um ræðir ásamt því að skoða mögulega kosti vegna bílastæða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 07.06.2024

Á 799. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Kristínar Guðbrandsdóttur og Ásu Bjarkar Stefánsdóttur. Málefnið var aðkoma að Hlíðarvegi 1c, 3c og 7c. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að bæta aðkomu og bílastæði við húsin. Bæjarráð fól tæknideild að skila greinargerð um hvaða leiðir séu í boði til þess að bæta aðgengi að húsunum sem um ræðir ásamt því að skoða mögulega kosti vegna bílastæða.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar ásamt fylgigögnum.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og tekur undir að núverandi aðkoma er ekki viðunandi. Frekari ákvörðun um gatnaframkvæmdir er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025. Bæjarráð telur eðlilegt að komið verði strax til móts við þarfir íbúa og eigenda húsanna hvað varðar sorplosun og úrbætur í þeim efnum. Tæknideild falið að leggja tillögu að úrbótum fyrir bæjarráð innan 2 vikna.