Samningur við Félag eldri borgara í Ólafsfirði vegna húss félagsins

Málsnúmer 2306075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 802. fundur - 01.09.2023

Lögð fram drög að samningi við Félag eldri borgara í Ólafsfirði. Bæjarstjóri leggur fram þá tillögu að samningar verða undirritaðir við Félag eldri borgara á Ólafsfirði varðandi eigendaskipti á húseigninni að Bylgjubyggð 2b, þ.e. Húsi eldri borgara Ólafsfirði. Í samningnum er m.a. kveðið á um að Félag eldri borgara fái endurgjaldslaus afnot af hluta hússins fyrir félagsstarf sitt, en Fjallabyggð ráðstafi öðrum hlutum hússins fyrir eigin afnot.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drög að samningi við félag eldri borgara í Ólafsfirði um eigendaskipti á húsnæði félagsins ásamt minnisblaði bæjarstjóra um málið. Bæjarstjóra falið að undirrita samning við Félag Eldri borgara og vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið.