Beiðni um bann við stöðu bifreiða við ramp

Málsnúmer 2306028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 794. fundur - 20.06.2023

Lagt fram erindi Sjóbjörgunarsveitarinnar Stráka þar sem óskað er eftir því að bannað verði að leggja bifreiðum við bátaramp við Síldarminjasafnið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að komið verði upp merkingum þar sem fram kemur að bifreiðastöður séu bannaðar á svæðinu. Svæðið er í dag skipulagt sem bátasýningarsvæði og athafnasvæði smábáta. Deildarstjóra tæknideildar falið að koma upp merkingum um að óheimilt sé að leggja bifreiðum á svæðinu.
Fylgiskjöl: