Erindi til bæjarráðs

Málsnúmer 2305075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 792. fundur - 31.05.2023

Lagt fram erindi Aðalbjörns Frímannssonar þar sem óskað er eftir leyfi til þess bjóða upp á útsýnisferðir með þyrlu laugardaginn 3. júní nk.
Samþykkt
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyfi jákvæða umsögn og leyfi fyrir notkun á því landssvæði sem um er sótt og er í eigu sveitarfélagsins vegna þyrluflugs laugardaginn 3. júní í tengslum við sjómannadaginn í Ólafsfirði. Bæjarráð beinir því til ábyrgðarmanna að farið verði eftir öryggisreglum í hvívetna.