Ársreikningur Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2304058

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 229. fundur - 03.05.2023

Bæjarstjóri lagði fram drög að ársreikningi 2022 ásamt fylgiskjölum.

Á fundinn kom kl.17:30, Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins og fór yfir helstu niðurstöður ársreiknings Fjallabyggðar fyrir árið 2022. Þorsteinn vék af fundi kl.18.25.

Rekstrarniðurstaða samstæðu (A og B-hluta) er jákvæð um 346 millj.kr. en var neikvæð um 155 millj.kr. 2021. Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 165 millj.kr. Fjárfestingar ársins námu 474 millj.kr. Veltufé frá rekstri nemur 485 millj.kr. eða 14% af tekjum en var 331 millj.kr. árið 2021 (10,1%). Handbært fé lækkaði um 46 millj.kr. á árinu og nam 366 millj.kr. í árslok. Veltufjárhlutfall er 1,12.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 15. maí nk.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 230. fundur - 15.05.2023

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2022 lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta annars vegar og hins vegar A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Eignasjóðs og Þjónustustöðvar. Í B-hluta eru Hafnarsjóður, Hornbrekka, Íbúðasjóður og Veitustofnun.

Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Framlagður ársreikningur Fjallabyggðar 2022 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar- og skuldbindingaryfirliti.