Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 4, og 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 5. lið fundargerðarinnar.
.2
2303091
Vallarbraut, útboð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 2. maí 2023.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. kr. 61.599.150,-
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Vallarbraut, útboð". Samþykkt með 7 atkvæðum.
.4
2304048
Frístundafulltrúi
Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 2. maí 2023.
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir því að starfið verði auglýst sbr. minnisblað frá deildarstjóra.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.5
2304057
Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi
Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 2. maí 2023.
Bæjarráð þakkað Erlu Gunnlaugsdóttur fyrir hennar störf og framlag sem skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Deildarstjóra falið að auglýsa eftir nýjum skólastjóra sbr. minnisblað deildarstjóra.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar þakkar Erlu Gunnlaugsdóttur fyrir mjög vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar.