Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir lið 2, 3 og 4.
Helgi Jóhannsson tók til máls undir lið 3 og 4.
Sigríður Ingvarsdóttir tók til máls undir lið 3.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls undir lið 3.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir lið 2 og 3.
.3
2303052
Hvatar vegna nýbygginga
Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18. apríl 2023.
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir með vísan til heimildar í a-lið 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð frá 4. júlí 2018 að fella tímabundið niður öll gatnagerðargjöld í Fjallabyggð. Tekur ákvörðunin þegar gildi og gildir til 31.12.2024. Með þessu vill bæjarráð búa til jákvæða hvata til nýbygginga í sveitarfélaginu.
Bókun fundar
Guðjón M. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Frá árinu 2018 hafa verið í gildi ívilnanir vegna nýbygginga við þegar byggðar götur. Það er ríkur vilji sveitarfélagsins að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu húsnæðis þannig að einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki sjá sér hag í því að fjárfesta enn frekar í uppbyggingu nýs húsnæðis í sveitarfélaginu.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti í dag þann 3. maí 2023 samhljóða að fella niður tímabundið öll gatnagerðargjöld vegna fasteignabygginga til þess að stuðla enn frekar að uppbyggingu húsnæðis í sveitarfélaginu. Með þessu vill bæjarstjórn sýna í verki vilja sinn til þessa mikilvæga verkefnis sem sjálfbær uppbygging fasteigna er hverju samfélagi. Gildir niðurfellingin til 31.12.2024 og verður þá endurskoðuð m.t.t. árangurs.
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
.4
2209046
Sameining íbúða í Skálarhlíð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18. apríl 2023.
Kostnaðaráætlun verksins var kr. 16.725.024,-
L-7 ehf. bauð kr. 17.997.288,-
Bæjaráð samþykkir að taka tilboði L-7 ehf. í verkið.
Bókun fundar
Þorgeir Bjarnason vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.8
2304037
Skipan í stjórn SSNE
Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18. apríl 2023.
Bæjarráð leggur til að skipaður varamaður í stjórn SSNE taki sæti aðalmanns í stjórn SSNE þar til bæjarstjórn hefur skipað fulltrúa bæjarfélagsins í stjórn SSNE.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skipan í stjórn SSNE".