Beiðni um að láta framkvæmda staðbundið hættumat í Skeggjabrekku

Málsnúmer 2303065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29.03.2023

Lögð fram beiðni Helga Jóhannssonar dags. 20.3.2023 þar sem beðið er um heimild nefndarinnar til að óska eftir því við ofanflóðadeild Verðurstofu Íslands að framkvæma staðbundið hættumat vegna ofanflóða á svæði sem er neðan og norðan við golfskálann í Skeggjabrekku. Komi til þess að umrætt svæði verði að hluta eða öllu leyti innan þeirra marka sem sett eru sem viðmið um ofanflóðahættu mun umsækjandi í framhaldi óska eftir leyfi til að láta deiliskipuleggja svæðið. Hugmyndir eru uppi um að byggja smáhýsi á svæðinu til útleigu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir heimild til að láta framkvæma staðbundið hættumat.