Fegrum Fjallabyggð 2023-2024

Málsnúmer 2302014

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 01.03.2023

Hugmyndasöfnun vegna verkefnisins Fegrum Fjallabyggð fór fram dagana 11. janúar - 1. febrúar. Alls bárust 43 hugmyndir. Lögð fram samantekt þeirra hugmynda sem bárust og lagt mat á það hverjar uppfylla skilyrði til að komast í íbúakosningu.
Nefndin þakkar öllum sem lögðu sitt að mörkum með tillögum að umhverfisverkefnum. 14 hugmyndir uppfylla skilyrði til að komast í íbúakosningu sem stefnt er á að fari fram í mars.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29.03.2023

Lagðar fram til kynningar niðurstöður íbúakosinga vegna verkefnisins Fegrum Fjallabyggð 2023-2024. Alls tóku 21% íbúa 15 ára og eldri þátt í kosningunni. Framgangur verkefna sem hlutu kosningu verður miðlað til íbúa reglulega á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Valin verkefni verða framkvæmd á árunum 2023-2024.