Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

Málsnúmer 2212037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20.12.2022

Lagt fram samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta um sérstaka viðbótarfjármögnun á þjónustu við fatlað fólk.
Gert er ráð fyrir að útsvarsálagning sveitarfélaga hækki um 0,22% stig gegn samsvarandi lækkun tekjuskattsálagningar ríkisins. Skattbyrði einstaklinga breytist því ekki með þessari aðgerð. Fjárhæðin sem flyst frá ríki til sveitarfélaga með þessu nemur um 5 m.kr. á næsta ári. Viðeigandi lagabreytingar verða samþykktar á Alþingi og allar sveitarstjórnir þurfa að samþykkja 0,22% stiga hækkun útsvars fyrir áramót, svo samkomulagið raungerist.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.