Fundargerð bæjarráðs er í 17 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir lið nr. 4.
.1
2211072
Umsókn um samstarf og stuðning vegna undirbúnings á verkefni um nærandi ferðaþjónustu í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 6.desember 2022
Bæjarráð þakkar Ólöfu Ýrr fyrir greinargóða kynningu á verkefninu. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000 á árinu 2023. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leiða verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.2
2211071
Umsókn um stuðning vegna MICE
Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 6.desember 2022
Bæjarráð þakkar Ólöfu Ýrr, fulltrúa MICE, fyrir greinargóða kynningu á verkefninu. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000 á árinu 2023. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leiða verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.3
2211114
Fjárhagsáætlun 2023 - Seinni umræða
Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 6.desember 2022
Bæjarráð samþykkir að vísa breytingartillögu vegna fjárhagsáætlunar 2023 til seinni umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.4
2211118
Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2023
Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 6.desember 2022
Bæjarráð vísar tillögunni til umræðu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.