Fundargerðin er í 8 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
.1
2211128
Reglur Fjallabyggðar um stuðningsþjónustu
Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022.
Lögð fram tillaga að reglum um stuðningsþjónustu. Markmið stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu) er að efla fólk til sjálfshjálpar og gera því kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Þjónustan er veitt þeim sem þarfnast hennar vegna skertrar færni, fjölskylduaðstæðna, veikinda, fötlunar o.fl. Stuðningsþjónusta getur t.d. verið fólgin í: Aðstoð við persónulega umhirðu, aðstoð við heimilishald, félagslegur stuðningur, heimsending matar, aðstoð við þrif, aðstoð við umönnun barna og ungmenna. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
.2
2211129
Reglur Fjallabyggðar um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022.
Lögð fram tillaga að reglum um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í reglunum er kveðið á um útfærslu á þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita. Markmið stoðþjónustu við fatlað fólk samkvæmt reglunum er að veita fötluðu fólki stuðning til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
.3
2211130
Reglur Fjallabyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022.
Lögð fram tillaga að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Í reglunum er kveðið á um útfærslu og tilhögun á stuðningi til foreldra eða forsjáraðila við uppeldi barna eða til að styrkja þá í uppeldishlutverki sínu. Einnig er kveðið á um stuðning til handa börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðinga, langvinnra veikinda og/eða félagslegra aðstæðna. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
.4
2211131
Reglur um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna í Fjallabyggð
Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022.
Lögð fram tillaga að reglum um beingreiðslusamninga. Reglurnar grundvallast á ákvæðum laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og taka til útfærslu á þjónustu sem Fjallabyggð er skylt að veita fötluðu fólki samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þjónusta í formi beingreiðslusamnings er háð faglegu mati félagsmáladeildar Fjallabyggðar um að beingreiðslusamningur sé hentugt þjónustuform til að mæta þjónustuþörf viðkomandi. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.