17. júní - lokun gatna.

Málsnúmer 2206027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13.06.2022

Ungliðasveitin Smástrákar, sem tekið hafa að sér að sjá um 17. júní hátíðarhöldin í ár, óskar eftir heimild bæjarráðs til að loka götunni sem liggur frá Snorragötu, með fram Bátadokk og niður að Ingvarsbryggju og Suðurgötu frá gatnamótum við Lindargötu niður að Suðurgötu 10. Einnig óskar björgunarsveitin eftir afnotum af bílastæðum við Ráðhús Fjallabyggðar og því að svæðið verði lokað fyrir umferð frá 22:00 þann 16. júní til kl. 08:00 þann 18. júní nk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið og óskar Smástrákum góðs gengis.