Verðkönnun vegna ræstingar í Hornbrekku

Málsnúmer 2206026

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 33. fundur - 16.06.2022

Samþykkt
Hjúkrunarforstjóri leggur til að gerð verði verðfyrirspurn fyrir ræstingu í Hornbrekku í samræmi við 20. gr. 2. mgr. innkaupareglna Fjallabyggðar. Stjórn Hornbrekku samþykkir fyrir sitt leyti að verðfyrirspurnin verði gerð og hún send til þjónustuaðila með skilafresti til og með 8. júlí næstkomandi. Bæjarráð mun taka málið til endanlegrar afgreiðslu.