Umsókn um undanþágu frá 11. gr. lögreglusamþykktar.

Málsnúmer 2206004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 07.06.2022

Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar þar sem óskað er eftir undanþágu frá 11. gr. lögreglusamþykktar fyrir Fjallabyggð um meðferð skotvopna. Tilgangur undanþágunnar er að eyða flugvargi við Leirutanga og við hafnir Fjallabyggðar og á fleiri stöðum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita umrædda undanþágu og felur deildarstjóra Umhverfis- og tæknideildar að ræða við Árna um útfærslu málsins og að vinna umsóknina áfram.